Of loðin mörk á milli vistmildra bíla og vistvænna.

Tilvist og vinsældir Mitsubishi Outlander tengiltvinnbílsins eru táknræn fyrir þá tæknilegu áskorun, sem óhjákvæmileg orkuskipti þessarar aldar hefur skapað.Mitsubishi_Outlander_Phev_-_Mondial_de_l'Automobile_de_Paris_2016_-_002

Outlander er í stærri kantinum og það þungur og dýr, að það er obbanum af fólki ofvaxið að fjárfesta í honum. 

En hann kemur í góðar þarfir hjá fjölmennri vel stæðri millistétt.  

Þegar Toyota Prius var valinn bíll ársins í Evrópu 2007 gafst mér færi á að aka slíkum bíl í Kaupmannahöfn.

Í ljós kom, að sparneytni bílsins var mjög orðum aukin, og var ekki meiri en hjá sparneytnustu dísilbílum af svipaðri stærð. 

Aðalástæðan var sú að Prius var ekki "tengiltvinnbíll", þ. e. það var ekki hægt að tengja hann við rafmagnskerfi og hlaða hann. 

Þegar þar að auki er gætt að því, hve flóknari smíð svona bíll er en hreinn rafbíll, er ofmælt að tala um vistvæna bíla. 

Strangt til tekið hefur algerlega vistvænn bíll ekki enn litið dagsins ljós, og orðið vistmildur er kannski skárra. 

Toyota varð að gera Prius svo straumlínulagaðan, að 0,26 cx var nýtt met, en þetta var óhjákvæmilegt, því að um leið og bíllinn var kominn út á þjóðvegahraða, varð rafhreyfillinn algerlega háður bensínhreyflinum. 

Þegar forsetaembættið íslenska var látið hafa Lexus lúxustvinnbíl, voru jafnstórir og öflugir dísilknúnir lúxusbílar jafnvel enn sparneytnari. 

Og slíkir bílar voru mun einfaldari að gerð og þar af leiðandi með minna samanlagt kolefnisspor. Tvinnbílarnir fengu niðurfellingu gjalda en ekki dísilbílarnir. 

Þetta fannst mér ósanngjarnt, og breyta litlu þótt í ljós kæmi að sótagnir úr dísilbílum gætu valdið varasamri mengun í miklu þéttbýli og stórborgum. 

Nú er verið að setja kröfuharðari staðla fyrir dísilinn, og hann er því ekki úr sögunni enn. 

Hlálegt var á sínum tíma að sjá Hollywoodstjörnur og frægt fólk flagga tvinnbílum þess tíma, sem ekki voru tengiltvinnbílar. 

Ólafur Ragnar forseti var alveg með á nótunum, þegar ég benti honum á samanburðinn á Lexusnum og Benz og BMW dísilknúnum keppinautum: "Það, sem ræður er P.R.-ið" sagði Ólafur. 

Nú er hins vegar mikið að gerast í sambandi við tengiltvinnbíla, bæði vegna tvöföldunar á orku rafhlaðna, samanber Nissan Leaf og fleiri. 

Það kemur sér sérlega vel fyrir þá tengiltvinnbíla, þar sem drægnin á rafhlöðunni einni hefur aðeins verið 30-40 kílómetrar. 

BMW i3 er athyglisverð nálgun, - lítil tveggja strokka bensínvél ásamt öflugri og langdrægri rafhlöðu. 

Gallinn við tengiltvinnbíla er sá, að séu eigendurnir latir við að hlaða þá fyrir notkunina í þéttbýli, verður hluti bensíneyðslunnar mun meiri en æskilegt væri. 

Helsti kostur Outlander og annarra tengiltvinnbíla er sá, að aldrei þarf að hafa neinar áhyggjur af rafmagnsleysi.  Tazzari-Landcruiser

Samvinna bensínvélarinnar og rafhreyfilsins er sérlega heppileg. 

Við það að byrja að kynnast smælkis-rafbílnum Tazzari sýnist mér þar koma til greina, að breyta honum lítillega til að gera hann dýrlega umhverfismildan tengiltvinnbíl, sem væri á færi sem flestra að eignast.  

Stærsti kostur slíks bíls yrði að Tazzari býður nú þegar upp á svo gott rými fyrir tvo menn, sem sitja hlið við hlið, að menn gleyma því hvað hann er stuttur að aftan. 

Núna er Tazzari-örbíllinn hreinn rafbíll með um 100 km drægni að sumarlagi, en af því að hann er svo léttur, aðeins um 700 kíló, myndi nægja að setja í framendann á honum 400cc eins strokks Suzuki bensínhreyfil sem er 33 hestöfl og knýr Suzuki Burgman 400 vespuhjólið. 

Slíkur hreyfill með sinni afar einföldu sjálfsskiptingu myndi taka sáralítið pláss í framenda Tazzari og knýja framhjólin. 

Til að vinna upp rýmið, sem hreyfillinn og 15 lítra bensíngeymir tækju, myndi nægja að lengja bílinn um ca 20 sentimetra fyrir aftan sætin tvö, hafa afturhjólin 20 sm aftar, og færa þangað rafgeyma, sem nú eru frammi í, en þurfa að víkja fyrir hinni ofursmáu bensínvél.

Geymar bílsins myndu verða af hinni stórbættu nýju gerð, með tvöfalt meiri orkugeymd en nú er, og rafhreyfillinn yrði 33 hestöfl í stað 20 og myndi halda áfram að knýja afturhjólin.  

Bíllinn aðeins rúmlega 900 kíló, tvöfalt léttari en Mitsubishi Outlander og miklu ódýrari. Af reynslunni af 20 hestafla rafhreyfli fyrir 700 kílóa Tazzari, myndi 33ja hestafla rafhreyfill verða kappnóg fyrir þann óvenjulega aldrifsbíl, sem yrði álíka langur og gamli Mini var. 

Og þegar menn vildu gefa verulega í og spretta úr spori eru 33 bensín-hestöfl og 33 rafhestöfl nóg til að gefa hröðun úr 0 í 100 á 10 sekúndum. 

Og drægni rafhlaðnanna einna gæti verið á bilinu 150-280 kílómetrar. 


mbl.is Outlander langvinsælastur meðal vistvænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er allt blekking.

**Þegar Toyota Prius var valinn bíll ársins í Evrópu gafst mér færi á að aka slíkum bíl í Kaupmannahöfn. Í ljós kom, að sparneytni bílsins var mjög orðum aukið, og var ekki meiri en hjá sparneytnustu dísilbílum af svipaðri stærð. 

2005.  Þegar Prius var enn versti bíll á jörðinni.
Í þá tíð var "vistvænna" að framleiða og aka Humvee en að framleiða og aka Prius.  Og er líklega enn, og af sömu ástæðu.  Ekki ýkjur.

**Þegar þar að auki er gætt að því, hve flóknari smíð svona bíll er en hreinn rafbíll, er ofmælt að tala um vistvæna bíla. 

Það er jarðrask of mengun af framleiðzlu á rafhlöðum.  Mikið.  Það eru auka flutningsleiðir líka.  Hve flókinn bíllinn er er lítið atriði.

**Þegar forsetaembættið íslenska var látið hafa Lexus lúxustvinnbíl, voru jafnstórir og öflugir dísilknúnir lúxusbílar jafnvel enn sparneytnari. 

Og slíkir bílar voru mun einfaldari að gerð og þar af leiðandi með minna samanlagt kolefnisspor. Tvinnbílarnir fengu niðurfellingu gjalda en ekki dísilbílarnir. 

Vistvænast hefði verið að halda gamla bílnum.  Bíll eð gott viðhald gengur alveg 300K+.  Það myndast nefnilega glettilega mikil mengun við förgun og endurvinnzlu - þó menn vilji meina annað.

**Nú er verið að setja kröfuharðari staðla fyrir dísilinn, og hann er því ekki úr sögunni enn. 

Það mun gera hann enn dýrari og minna aðlaðandi kost.  Sjá: allt bilar, og ekkert bilar jafn dýrt og dísel.

**Ólafur Ragnar forseti var alveg með á nótunum, þegar ég benti honum á samanburðinn á Lexusnum og Benz og BMW dísilknúnum keppinautum: "Það, sem ræður er P.R.-ið" sagði Ólafur. 

Ólafur var með þetta.  Hann vissi alveg að verulaikinn er ekki einu sinni nógu mikilvægur til að vera aukaatriði í þessu sem og öðru sem löggjafinn vill vasast í.

**Gallinn við tengiltvinnbíla er sá, að séu eigendurnir latir við að hlaða þá fyrir notkunina í þéttbýli, verður hluti bensíneyðslunnar mun meiri en æskilegt væri. 

Galli?  Vandamál eigendanna á þetta að vera.

Ég legg ekki í einhvern Tazzari bíl sem myndi með þessum breytingum þínum kosta meira en Ford Ka + bensín í 10 ár.

Allt þetta makk með rafbíla, tvinn bila og hvað þetta allt heitir hefur búið til svo mikla mengun núna og gengið svo á hráefni jarðar að við sem mannkyn hefðum geta smíðað aðra New York í Sahara auðninni fyrir peninginn.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.1.2018 kl. 22:07

2 identicon

Vetnisknúnar vélar?

Nei.

Ekki skrítið að mannkynið og þá um leið allir jarðarbúar eigi við mikil vandamál að stríða.

L. (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 01:14

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er margt til í þessu, hjá Ásgrími. En ég vil benda á annað, sem hann kemur ekki inn á, og það er verð.

Ef menn vilja, að "vistvænir" bílar séu notaðir, á náttúrulega að gera notkun og eigu slíkra bíla "ódýrari".  En slíkt er ekki til staðar.  Til dæmis "gas" bíll, það er dýrt að viðhalda öryggi í sambandi við kútinn. En hann þarf endurskoðunar við, reglulega.  Síðan er jafn dýrt að keyra á honum, og bensín bíl.  Það sem verst er, er að stærsti hluti verðsins er af hálfu ríkissins.  Sem gerir slíka álagningu, að samgöngur líða fyrir, verð á vörum til bæja og býla dýrt. Smá sjoppur lifa ekki, því álagningin sem það getur lagt á er svo lítil að þeir lifa ekki af.

Sem dæmi, hér er dýrara að nota "biogas" en "natural gas".  Munurinn á þessum tveim afurðum, er að "biogas" kemur úr rotþróm af rusli sem fólk hendir frá sér. Hefurður heirt annað eins, það er dýrara að keyra á gasi sem framleitt er fyrir "0 kostnað", en á gasi, sem flutt er með stórum "tankers" milli landa.

Eins og Ásgrímur bendir á, þá er þetta allt eintóm blekking og peningaplokk.

Örn Einar Hansen, 5.1.2018 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband