Þegar píanóleikarinn fór út úr þjóðsöngnum.

Í mörgum ferðum mínum til Bandaríkjanna til þess að koma fram á samkomum Íslendingafélaga heyrði maður margar skemmtilegar sögur. 

Ein þeirra var af íslenskum píanóleikara, sem var beðinn um að spila af fingrum fram undirspil við íslenska þjóðsönginn. 

Vildi þá ekki betur til en svo að eftir fjórar ljóðlínur villtist píanóleikarinn yfir í tvær síðustu laglínur allt annars lags, Draums hjarðsveinsins, þannig að lengra komust píanóleikarinn og samkomugestir ekki í að syngja þjóðsönginn. 

Reynt var aftur, en allt fór á sömu leið, þannig lengra komust menn ekki í þessum einstæða flutningi.

Kannski skýrist þetta ögn ef textinn við þessar laglínur, sem voru sungnar vestra er settur hér inn: 

 

Ó, guð vors lands! 

Ó, lands vors guð! 

Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. 

Þá flaug hjá mér þröstur, svo að þaut þar við runn, 

og þar með var draumurinn búinn!  


mbl.is Gleymdi Trump textanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur reyndar ef sungið er: Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár- og þar með var draumurinn búinn.   Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár og þá flaug hjá mér þröstur svo þaut við í runn hafa sama lagið. Þarna er auðvelt að fara á milli laganna. 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 10.1.2018 kl. 08:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, og það var einmitt þess vegna, sem hinn snjalli þjóðkunni píanóleikari, sem kannski var aðeins búinn að fá sér í tána, lenti í þessum ógöngum. 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2018 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband