Ný hugsun að ryðja sér til rúms?

Ég frétti af því fyrir vestan um daginn að hjá Vegagerðinni sé ný hugsun að ryðja sér til rúms í auknum mæli, sem mér líst vel á. 

Hún er sú að vegfarendur geti aflað sér upplýsinga um það hvar og hvenær verði snjómokstur á vegum og ökumönnum gefinn kostur á að fylgja á eftir moksturstækjum og njóta fylgdaraksturs. 

Þetta ætti að verða hægt að gera aðgengilegt, til dæmis á netinu. 

Þetta myndi verða til hagsbóta fyrir alla, auka öryggi og þægindi mjög í ferðum um vegi og verða fagnaðarefni. 

Liður í þeirri viðleitni, að segja frekar "já, ef..." og tilgreina skilyrði fyrir jáinu, heldur en að segja hreint nei, bara af því að það er einfaldara fyrir þann sem sér um viðkomandi svið.


mbl.is Fylgdarakstur yfir Þrengslaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

,Undarlegt að "fylgdarakstur" hafi ekki fyrir löngu verið tekinn upp á Íslandi. Skipulögð fylgd snjómoksturstækja, sem vegfarendur geta stólað á, samkvæmt einhverju skipulagi, þegar óveður skellur á. 

 Veðurstofan hefur sett nýtt viðmið, með litakóða. Vegagerðin er vonandi næst, með ábendingum og aðstoð við þá sem líða eftir vegum landsins í öllum hugsanlegum, sem óhugsanlegum skilyrðum. Tímatafla er allt sem þarf og jú svolítið fjármagn. Þar stendur hnífurinn sennilega dýpst í kúnni. Gott ef andskotans beljan er ekki dauð.

 Á meðan þenst báknið út og snýst um það eitt að viðhalda sjálfu sér og helst bæta um betur. Lítilsnýtir embættismenn eru að keyra allt í kaf, á kostnað almennings. Dauðaslysum fækkar lítið, meðan báknið hugsar sig um.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2018 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband