"Leggir" eftir Jón Helgason. "Drjúgur verður síðasti leggurinn."

Hægt og bítandi er verið að útrýma orðinu áfangi úr íslensku máli. Það þykir ekki nógu fínt. 

Leggur skal það heita. Í heilu fréttunum eins og tengdri frétt á mbl.is er áfanginn gerður útlægur og víkur alls staðar fyrir leggjunum.

 Leggur hér og leggur það. Eins og það leggur sig.  

Ef orðið áfangi er notað er sá fávís og "sveitó" sem það gerir og gefur í skyn fáfræði sína í tungumáli, sem margir Íslendingar virðast halda að sé miklu göfugra, "það lúkkar svo miklu meira töff, hipp og kúl" en hin úrelta íslenska. 

Þessi höfuðtunga, enskan, veður jafnvel yfir tungumál eins og þýsku, frönsku og spönsku, er samt miklu flóknara og þrungin miklu meiri ´óreglu og ringulreið en flest önnur tungumál. 

Cologne og Turin ryðjast yfir Köln og Torino. 

Hægt er að sjá það fyrir sér að fullkomnun ríki þá fyrst þegar ljóð Jóns Helgasonar verður kallað "Leggir" og sungið verður í 1. erindi ljóðsins á Sprengisandi: 

"Drottinn leiði drösulinn minn. 

Drjúgur verður síðasti leggurinn."  


mbl.is Sjaldséð flugleið yfir Íslandsströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Spænska og spænsku en ekki spanska og spönsku.

Sænska og sænsku en ekki sanska og sönsku.

Mjög stór hluti enskra orða er kominn úr frönsku og þaðan úr latínu, eins og til að mynda ítalska og spænska.

Þorsteinn Briem, 6.2.2018 kl. 00:06

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er spánska veikin þá rangnefni?  Og revían spánskar nætur?  Er ekki hvort tveggja rétt?

Mér vitanlega hef ég aldrei notað orðin sanska eða sönsku og hef heldur aldrei heyrt eða séð neinn gera það. 

Ómar Ragnarsson, 6.2.2018 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband