Eitt af því sem spáð var fyrir 20 árum.

Auknir hitar og þurrkar og sandmistur, ættað frá Norður-Afríku, voru atriði sem nefnd voru sem hugsanlegar afleiðingar af hlýnun loftslags á jörðinni. 

Jafnframt hafa flest tölvulíkön varðandi loftslag þessarar aldar sýnt hugsanlega kólnun suðvestur af Íslandi og aukinni úrkomu og svala um norðvestanverða Evrópu. 

En veðurfar á jörðinni allri er svo flókið fyrirbæri, að vafasamt er að hægt sé að spá nákvæmlega um það í smáatriðum.  

Til dæmis er sú hlýnun, sem verið hefur á nyrsta hluta jarðar, verið mun meiri síðustu misseri en reiknað var með. 


mbl.is Furða sig á appelsínugulum snjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Þetta gerist á fimm ára fresti" segir í greininni. Í stærri kantinum nú. Eyðimörkin sem þetta kemur frá hefur verið til í hundruð þúsund ára. Þetta er svo augljós áróðursfrétt frá loftlagskikjunni að það er hlægilegt. Því til stuðnings má benda á að það er buið að breyta ljóshita í myndinní verulega og eiga við hana.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2018 kl. 20:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Á sér eðlilegar skýringar" segir einnig. Myndirnar eru frá skíðafólki langt uppi í fjöllum. Hæpið að snjókoman sé gul, enda sést að það er þunnt lag af sandi yfir eftir að háloftavindar hafa borið sandinn lengri veg og hann sest sest á hátinda. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2018 kl. 20:54

3 identicon

Fyrir tvö- til sjöþúsund árum var Sahara eyðimörkin reyndar mun meira gróin en í dag. Og fyrir sjöþúsund árum voru monsúm rigningar þar. Hiti var þá um 5°C hærri en í dag. Er það Afríkubúum of gott að fá meira regn?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 25.3.2018 kl. 21:17

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vilt þú semsagt kólnun eða stöðugt ástand Þorsteinn? Er gefið að kólnun gefi regn í Sahara? Loftlagsbreytingar hafa alltaf verið á jörðinni. Sahara er þá gott dæmi um það. Ísaldirnar líka. 

Ómar talaði um að þessu hafi verið spáð fyrir 20 árum meðan þetta gerðist líka fyrir 20 árum. Hann er líklega að vísa í Al Gore, sem einnig sagði að eyjar sem eru að hækka yrðu komnar i kaf, já og meira að segja Manhattan.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2018 kl. 21:44

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

N.B. Þessi Al Gore sem fann upp internetið. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2018 kl. 21:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.10.2015:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 25.3.2018 kl. 22:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

Súrnun sjávar
mun taka yfir sem helsta rannsóknar- og áhyggjuefni vegna hlýnunar jarðar af völdum loftslagsbreytinga og súrnunin er tekin að hafa áhrif á efnahag ríkja."

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 25.3.2018 kl. 22:22

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég segi hvergi að fyrirbærin, sem spáð var fyrir 20 árum, hafi ekki verið til áður, heldur aðeins, að talið var liklegt fyrir 20 árum, að þau myndu smám saman færast í aukana. 

Ómar Ragnarsson, 25.3.2018 kl. 23:47

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skoðaði fleiri myndir af þessu og sandurinn er á yfirborðinu í háfjöllum. Í skíðabrekkum eru skjannahvít för eftir skíðamenn. 

Ertu búinn að editera bloggið síðan síðast? Sé ekki betur.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2018 kl. 03:14

11 identicon

Samkvæmt eðlisfræðinni hækkar rakamettun lofts með hækkandi hita. Hærri hiti mun þvi þýða meiri úrkomu. Sem stemmir við ástandið í Sahara fyrir um 7000 árum þegar þar var bæði meira gróið og monsúmrigningar.

Annar vil ég bara að náttúran ráði hitastigi á jörðini sem hún gerir og hefur alltaf gert.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2018 kl. 08:12

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minnist þess ekki að hafa editerað þennan bloggpistil, en stóð hins vegar í veseni með athugasemdir við bloggpistil á undan honum. 

Ómar Ragnarsson, 26.3.2018 kl. 11:02

13 identicon

snjóaði á eyðimörkina í vetur.?. reyndar svolítið skrítið að á dögum rómverja hafi hluti svæðisins verið kornforðabúr ríkisins gæti verið að færsla á jarðflekum sé hluti af skýringum á stækkun eyðimörkinni en ekki hnattræn hlýnun. getur verið að hlýnun jarðar sé vegna flekahreifínga en ekki af mannavöldum.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.3.2018 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband