Stækkandi vígvöllur netheimanna.

Netheimar og tölvuheimar soga til sín sífellt víðtækari stórfelldari átök þjóða og öflugra valda- og peningaafla. 

Þetta sést vel á útgjöldum flokkanna fyrir kosningar. 2007 náðu þau sennilega hámarki, fjórflokkurinn eyddi hundruðum milljóna, og litlu flokkarnir, Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin - lifandi land töldu sig knúna til að eyða meira en 80 milljónum sá fyrrnefndik, en 32 milljónum hinn síðarnefndi, ef þeir áttu ekki að láta þá stóru valta yfir sviðið. 

Núna er hægt að reka öfluga kosningabaráttu fyrir miklu minna fé, af því að umfangið og árangurinn í netheimum kostar svo margfalt minni fjárútlát en var á tímum "gamaldags" aðferða eins og útgáfu bæklinga og auglýsingar í blöðum. 

Eins konar stríðsástand verður æ algengara, samanber tölvuárásir Rússa. 

Þetta eykur líkurnar á viðsjárverðu og eldfimu ástandi og á hvers kyns klækjum, þar sem ekki eru notuð vönduð meðöl.  


mbl.is Hver var tilgangurinn með hnappinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband