Má aðeins annar aðilinn "bera fé á" heimamenn?

Nú hefst skyndilega umræða um að það, að þegar einstaklingur, sem á engra beinna hagsmuna að gæta, býðst til að kosta óháða rannsókn á mismunandi möguleikum á umgengni við náttúruverðmæti, sé hann að bera fé á heimamenn. 

Þeir, sem þetta segja nú, hafa hins vegar ekki nefnt það einu orði í áratugi hvernig risastór alþjóðafyrirtæki hafa boðist til að kosta alls kyns óskyldar framkvæmdir ef þau fá í staðinn vilja sínum og beinum pengingahagsmunum framgengt. 

Listinn er mjög langur. Þegar Kárahnjúkavirkjun var á koppnum var sett upp stórt auglýsingaskilti við vegamót Kverkfjallaleiðar hjá Möðrudal þar sem stóð að Kárahnjúkavirkjun gæti orðið forsenda fyrir stofnun þjóðgarðs! 

Alcoa hefur veitt og veitir ýmsa styrki til óskyldra verkefna eystra sem eru aðeins örlítið brotabrot af þeim tugmilljarða skattfríðindum, sem fyrirtækið nýtur samkvæmt orkusölusamningi, sem gengur ofar stjórnarskrárvörðu valdi Alþingis í skattamálum. 

Þegar sótt var fast að virkja neðri hluta Þjórsár hér um árið var virkjun sögð forsenda fyrir því að komið væri á þráðlausu símasambandi á svæðinu. 

Í Árneshreppi hefur Vesturverk boðist til ýmissa fjárframlaga svo sem við sundlaug, hafnaraðstöðu, veg o. fl. sem þó eru örlítið brot af komandi gróða virkjunaraðilans en gætu skipt heimamenn einhverju. 

 


mbl.is Risastór virkjanafyrirtæki svífast einskis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Gott dæmi um þetta er ESB!

(neyttu meðan á nefinu stendur; þetta gerðu Íslendingar
en heldur hefur hún kólnað þessi ágæta naglasúpa)

Húsari. (IP-tala skráð) 15.5.2018 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband