Útsýnið eitt í Rvík nálgast milljón fermetrinn, á hálendinu er talan núll.

Sífellt er verið að minna okkur á það, hve óskaplegt dýrmæti sé fólgið í útsýni í Reykjavík, svo að nú selst fermetrinn með góðu útsýni á "vel á aðra milljón króna", sem þýðir, að mismunurinn einn varðandi útsýnið er að nálgast milljón á fermetrann.DSCN9665 

Á sama tíma lifum við tíma, þar sem enn gildir það, sem ákveðið var með Kárahnjúkavirkjun, að útsýni á hálendi Íslands eða annars staðar utan byggðar skyldi metið á núll krónur. 

Þessi hugsun skín alls staðar í gegn í mati á náttúruverðmætum. 

Hér á opnum ársfundi Landsvirkjunar segir ráðherra í ræðu, að valið í þessum málum hafi staðið á milli nýtingar og verndunar. 

Í því felst að virkjanir feli í sér nýtingu og þar með tekjur, en verndun alls ekki og sé þar með ekki krónu virði. DSCN9669

Svona rétt eins og að ósnortin og einstæð náttúra, sem um 80 prósent erlends ferðafólks segjast vera komin til Íslands til að njóta, sé ekki krónu virði.  


mbl.is Þakíbúð á rúmar 400 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar tekin var ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun var því slegið föstu að landið, sem fór undir Hálslón og Kelduárlón mundi annars ekki skila neinum teljandi tekjum. Því var hafnað að hægt væri setja verðmiða á það ósnert og fyrir einhverja galdra mundu peningarnir strax fara að streyma inn.... tugir 20 hæða blokka með rándýru útsýni var nokkuð sem engum datt í hug, skiljanlega.

Í Reykjavík seljast íbúðir með útsýni til Esjunnar vel. Útsýni til Esjunnar án íbúðar er frítt og skilar engu. Útsýni til Esjunnar virðist því vera einskis virði nema því fylgi íbúð. Þannig er með þúsundir staða á Íslandi. Þeir væru æðislegt útsýni af svölunum á 10. hæð en annars fara 5 sekúndur í að virða fyrir sér æðislegheitin meðan ekið er framhjá án þess að hægja á bílnum.

Og áfram heimta heilbrigðisstarfsmenn laun þó æðislegheitin og útsýni til Esjunnar standi þeim til boða. En Ísland er metið til fjár, hvert sem litið er. Ísland er metið til launa heilbrigðisstarfsmanna og kennara. Ísland er metið til bóta öryrkja og aldraðra. Ísland er metið til möguleika þess á að veita afkomendum okkar mannsæmandi líf frekar en æðislegt útsýni fyrir ferðamannaiðnaðinn, þá stóriðju sem mestu mengun skilar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.5.2018 kl. 15:52

2 identicon

Sæll Ómar.

Potemkintjöldin vefjast ekki fyrir Hábeini!

Hann afhjúpar hér í eitt skipti fyrir öll 
að Kommunismi og Sosialismi eru orð sem í 
áróðursskyni voru sett lýðnum til eftirfylgni 
en gerði hins vegar aldrei neitt með fólk og 
hafði fremur andstyggð á því rétt eins og 
veruleikafirrtur náttúru- og umhverfisismi 
eins og dæmin sanna á Ströndum og víðar þar sem 
tilgangurinn helgar meðalið.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.5.2018 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband