Spurningin um J.R., sem sagði svo mikið um Dallas-þættina.

Án persónunnar J.R. og leiks Larry Hagmans sem þessi skúrkur hefðu Dallasþættirnir varla fengið þann skerf af áhorfi og umtali, sem þeir fengu. 

Ég minnist þess að á þessum árum miðuðust flestar áhorfstölur við áhorfi á Dallas, sem náði 75 prósentum, sem væri líklega ómögulegt núna. 

Þó gerðist það einu sinni 1985 að Stiklu-þáttur við Eyjafjörð með Árna Tryggvason á báti sínum í Hrísey komst í sömu tölu. 

J.R. var persóna sem hafði þann stóra kost varðandi athygli og umtal, að allir gátu elskað að hata hann. 

Sumir af vinsælustu íþróttamönnum sögunnar voru með svona eiginleika, eins og til dæmis Michael Schumacher kappakstursmaðru. 

Það er lítið dæmi um ýmislegt fáránlegt í kringum Dallas-þættina, svo sem í kringum spurninguna, sem brann á allra vörum um víða veröld: Hver skaut J.R.?

Hún var einmitt á allra vörum þegar Helga konan mín fór í einnar viku ferð úr landi, en þá voru Dallasþættirnir sýndir þar einni viku á undan sýningunum á Íslandi.

Þegar Helga kom heim var hún ekki alveg viss á þessu atriði, en vildi þó komast að því, svo lítið bæri á. 

Hún spurði því: "Er J.R. ennþá dauður?" og uppskar lítið þakklæti þeirra, sem hún spurði.  

 

 


mbl.is Hvernig myndi Ewing hitta okkur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband