Sumrin, sem koma þegar mest á ríður.

Sumarið 1958 virtist vera farið i vaskinn hjá mér 9. ágúst. Það hafði verið æðislegt, þrefalt gull á drengjameistaramót Íslands og ég að vinna öll kvöld og allar helgar með skemmtilegum mönnum í byggingarsamvinnufélagið við að reisa Austurbrún 2, þar sem hver eignaðsti eina ibúð. 

Í einhverju bríarii fórum við að leika okkur í víðavangsþrístökki i matartímanum. 

Ég sveif langt í fyrsta stökkinu og kom svo illa niður í hóffar eftir hest, að ökklinn fór í spað og framundan var langur launalaus timi hjá mér.  

Sumarið fokið út í veður og vind. Engin íbúð framundan að Austurbrún 

Hvað var hægt að gera af viti næstu vikur?

Jú, að fylgja eftir góðu gengi á árshátíð í MR veturinn áður, hlusta á kanann og lög unga fólksins á RUV og sjá hvor ekki væri hægt að búa til eitthvað skemmtilegt. 

Starfið byrjaði 10. ágúst og fyrsta heila skemmtiprógrammið mitt varð til, var frumflutt rétt fyrir jól og innan árs hafði ég flutt það í hverju einasta plássi um allt land. 

Íbúðinni reddað og sumarið hafði þá komið.

Nú er 10. ágúst réttum 60 árum síðar, búið að vera leiðinlegt sumar veðurfarslega séð, en , það er yndislegt veður hjá okkur Helgu á leiðinni vestur á Suðureyri til að taka þar rispu í félagsheimilinu annað kvöld með fullt af nýju prógrammi auk úrvals frá síðstu 60 árum. 

Spáin leikur við landsmenn framundan,- sum sumrin koma þegar mest á ríður.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband