Fullyrđingar gegn fullyrđingum.

"Í stríđi er sannleikurinn ţađ fyrsta sem er drepiđ" hefur veriđ sagt. Ţađ standa yfir mikil átök á milli fylkinga andstćđra skođana um Bandaríkjaforseta. 

Ţessar erjur eiga sér vart hliđstćđu í bandarískri stjórnmálasögu enda á Donald Trump sér ekki hliđstćđu međal forseta landsins síđustu 120 ár ađ minnsta kosti. 

Tíđari mannaskipti en áđur hefur ţekkst hjá starfsliđi Bandaríkjaforseta á jafn skömmum tíma segja einhverja sögu,  en erfitt er ađ átta sig á sannleiksgildi einstakra fullyrđinga sem flokkast undir hugtakiđ "orđ gegn orđi.

Ţó er leitun ađ jafn mörgum ambögum, mótsögnum, hringlandahćtti og hreinni vitleysu í orđum og gerđum forseta en hjá Trump. 

Ţar liggur fleira ađ baki en skortur á ţekkingu og menntun. Harry S. Truman var á tímabili gjaldţrota vefnađarvörukaupmađur frá Missouri en borgađi skuldir sínar og vann sig smám saman upp í ţađ ađ verđa ţingmađur, vinna mjög gott starf varđandi skipulag fjármála hersins í stríđinu og verđa einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna ađ margra dómi, vandvirkur, íhugull og gćddur mikilvćgasta eiginleikanum; heilbrigđri skynsemi. 

Trump hefur ţó tekist ađ slá á tón hjá nógu mörgum, sem öđrum tókst ekki ađ slá og ná međ ţví meirihlutafylgi. 

Slíkt er ekkert einsdćmi og hćgt ađ bjóđa upp á ótrúlega hluti á ţví sviđi eins og einrćđisherrarnir Mussolini og Hitler voru dćmi um á valdatímum sínum. 

Ţeim tókst ađ virkja djúpa óánćgju međ slćmt ástand og virkja ţrá eftir fyrri mikilleik stórra ţjóđa. 

 


mbl.is Segja bókina „lygar“ og „lágkúru“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump hefur ţó tekist ađ slá á tón hjá nógu mörgum, sem öđrum tókst ekki ađ slá og ná međ ţví meirihlutafylgi. 

Slíkt er ekkert einsdćmi og hćgt ađ bjóđa upp á ótrúlega hluti á ţví sviđi eins og einrćđisherrarnir Mussolini og Hitler voru dćmi um á valdatímum sínum. 

Ţeim tókst ađ virkja djúpa óánćgju međ slćmt ástand og virkja ţrá eftir fyrri mikilleik stórra ţjóđa. 

Enn líkir Ómar Trump viđ nasistafífliđ Hitler og fasistafífliđ Mússólíni. Báđir beintengdir viđ ungmennafélagsandann sem mörgum ţotti svo flottur.

Hvađan kemur Ómari ţessi yfirburđa dómgreind?

Halldór Jónsson, 5.9.2018 kl. 20:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér dettur ekki í hug ađ leggja Trump ađ jöfnu viđ Mussolini og Hitler, ţví fer víđsfjarri, heldur ađeins ađ benda á, hve langt slík endemis skrímsli, sem ţeir félagar voru, einkum Hitler, geta teymt auđtrúa fólk. 

Ómar Ragnarsson, 5.9.2018 kl. 20:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband