Fullyrðingar gegn fullyrðingum.

"Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem er drepið" hefur verið sagt. Það standa yfir mikil átök á milli fylkinga andstæðra skoðana um Bandaríkjaforseta. 

Þessar erjur eiga sér vart hliðstæðu í bandarískri stjórnmálasögu enda á Donald Trump sér ekki hliðstæðu meðal forseta landsins síðustu 120 ár að minnsta kosti. 

Tíðari mannaskipti en áður hefur þekkst hjá starfsliði Bandaríkjaforseta á jafn skömmum tíma segja einhverja sögu,  en erfitt er að átta sig á sannleiksgildi einstakra fullyrðinga sem flokkast undir hugtakið "orð gegn orði.

Þó er leitun að jafn mörgum ambögum, mótsögnum, hringlandahætti og hreinni vitleysu í orðum og gerðum forseta en hjá Trump. 

Þar liggur fleira að baki en skortur á þekkingu og menntun. Harry S. Truman var á tímabili gjaldþrota vefnaðarvörukaupmaður frá Missouri en borgaði skuldir sínar og vann sig smám saman upp í það að verða þingmaður, vinna mjög gott starf varðandi skipulag fjármála hersins í stríðinu og verða einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna að margra dómi, vandvirkur, íhugull og gæddur mikilvægasta eiginleikanum; heilbrigðri skynsemi. 

Trump hefur þó tekist að slá á tón hjá nógu mörgum, sem öðrum tókst ekki að slá og ná með því meirihlutafylgi. 

Slíkt er ekkert einsdæmi og hægt að bjóða upp á ótrúlega hluti á því sviði eins og einræðisherrarnir Mussolini og Hitler voru dæmi um á valdatímum sínum. 

Þeim tókst að virkja djúpa óánægju með slæmt ástand og virkja þrá eftir fyrri mikilleik stórra þjóða. 

 


mbl.is Segja bókina „lygar“ og „lágkúru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump hefur þó tekist að slá á tón hjá nógu mörgum, sem öðrum tókst ekki að slá og ná með því meirihlutafylgi. 

Slíkt er ekkert einsdæmi og hægt að bjóða upp á ótrúlega hluti á því sviði eins og einræðisherrarnir Mussolini og Hitler voru dæmi um á valdatímum sínum. 

Þeim tókst að virkja djúpa óánægju með slæmt ástand og virkja þrá eftir fyrri mikilleik stórra þjóða. 

Enn líkir Ómar Trump við nasistafíflið Hitler og fasistafíflið Mússólíni. Báðir beintengdir við ungmennafélagsandann sem mörgum þotti svo flottur.

Hvaðan kemur Ómari þessi yfirburða dómgreind?

Halldór Jónsson, 5.9.2018 kl. 20:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér dettur ekki í hug að leggja Trump að jöfnu við Mussolini og Hitler, því fer víðsfjarri, heldur aðeins að benda á, hve langt slík endemis skrímsli, sem þeir félagar voru, einkum Hitler, geta teymt auðtrúa fólk. 

Ómar Ragnarsson, 5.9.2018 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband