Íþróttahús MR er stórmerkilegt hús.

Fjögur hús Menntaskólans í Reykjavík eru svo merkilegt að þau ber að varðveita í sem óbreyttastri mynd um alla framtíð. 

Á tímabili leit ekki vel út með íþróttahúsið, sem mikill vilji var til að breyta stórlega að innan í bókasafn. 

Hér á síðunni var því andmælt kröftuglega fyrir um áratug, því að þetta er fyrsta og elsta íþróttahús landsins. 

Fyrir gesti er nefnilega mögnuð upplifun fólgin í því að sjá þá nægjusemi, sem lýsir sér í þessum litla sal, þar sem var vagga handboltans á Íslandi, en rýnið svo lítið, að teigarnir við sitt hvorn enda salarins, lágu út í hliðarveggina og næstum því saman í miðju salarins. 

Á sínum tíma var eitt sinn framkvæmd viðgerð á hluta af þiljum skólahússins og þá hafði Einar Magnússon þáverandi rektor gaman af því að sýna fólki, hve einstætt þetta hús er meðal timburhúsa landsins, því að veggirnir eru í raun staflar af þykkum bjálkum og húsið því langmerktasta bjálkahús landsins og smíðað að norskri fyrirmynd. 

Gegnt skólanum er Fjósið svonefnda, sem var einmitt notað sem fjós í upphafi starfsemi skólans. 

Ekki verður hér krafist þess að þessu húsi, sem kennt hefur verið í lengst af, verði breytt í upphaflegt horf, en gaman væri samt að prófa það. 

Síðan er Íþaka fjórða húsið og ekki síður merkilegt en hin þrjú og athyglisvert er að ekki bólar á myglu þar á sama tíma og mygla veður uppi í í húsum, sem eru aðeins aðeins tveggja áratuga gömul. 

En samkvæmt heimildum bloggsíðunnar er það vegna þess að lög og reglugerðir hafa verið brotin við smíði þeirra. 


mbl.is Íþaka gerð upp með gömlum tólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband