Gerðist hinum megin á vellinum. "Fjarskiptasamband slitrótt."

Rétt er að geta þess, að flugatvikið, sem getið er um í frétt á mbl.is, gerðist ekki þar sem myndin með fréttinni er tekin, við skýli 1, heldur alveg hinum megin á vellinum, vestan við skýli 3. 

Svo er að sjá af fréttinni að þyrluflugmaðurinn hafi farið á loft í þveröfuga átt sem gefin var heimild fyrir, þ. e. farið á loft til norðurs þvert yfir stefnu kennsluflugvélar í stað þess að fara til suðurs frá lendingarbraut kennsluflugvélarinnar. 

Ef árekstur hefði orðið, hefði hann átt sér stað beint yfir austur-vestur flugbrautinni. 

Tvívegis í fréttinni eru orðin "fjarskiptasamband slitrótt" nefnt. Fyrir 52 árum, þegar síðuhafi hóf flugnám, fannst honum undarlegt hvað fjarskiptasambandið gat verið slitrótt, bæði erfitt að skilja það sem sagt var, og einnig það, að þegar það kom fyrir að tveir töluðu í einu, gátu orð annars drukknað í orðum hins. 

Merkilegt má telja, að í öllum hinum gríðarlegu tækniframförum í meira en hálfa öld riðist þetta enn vera svipað, einkum hvað varðar að sendingar "drukkni". 


mbl.is Rákust nærri saman á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, getur verið að talstöðvar séu ekki nógu góðar í flugvélum og þyrlum, eða er eitthvað annað að hrjá þessi samskipti milli flygilda?

Þetta á allavega ekki að geta gerst!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.11.2018 kl. 18:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugið er ekki orðið svo fullkomið, þótt ótrúlega fullkomið sé, að mistök geti ekki gerst. Það sýnir nýjasta slysið á Boeing 737 Max þar sem orsokin liggur í nýjum sjálfvirkum  búnaði. 

Talstöðvarnar hafa batnað með stafrænu tækninni, en þær geta samt verið misjafnar. 

Það er hávaði inni í þyrlum og flugvélum og setningar, sem sagðar eru, geta drukknaðð hver í annarri. 

Ómar Ragnarsson, 17.11.2018 kl. 21:37

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, þakka þér fyrir greinagóð svör. :-)

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 20.11.2018 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband