Eina þorpið á nýrri 235 km þjóðleið.

Leiðin milli Búðardals og Patreksfarðar er 235 km löng og liggur að stórum hluta um eyðibyggð eða mjög strjála og fámenna byggð þar sem allt að 85 km eru milli byggðra bóla. 

Ekkert þorp eða byggðakjarni er á leiðinni. 

Fáar svona langar þjóðleiðir á landinu liggja um svo langt óbyggt eða lítt byggt svæði. 

Byggðin á Reykhólum, þar sem búa 130 manns, er skilgreind sem "þorp eða byggðakjarni með 50 til 200 íbúa", en liggur eins og er, ekki við leiðina, heldur 15 kílómetra frá henni og er þar með úr leið. 

Sambærileg þorp eru Borgarfjörður eystri með 76 íbúa og Drangsnes með 77. 

Nú hefur verið settur fram sá möguleiki að leggja veg um  Reykhóla sem hluta framtíðarleiðar um norðurströnd Breiðafjarðar. 

Með því yrði stigið stórt framfaraskref þegar horft er til lengri framtíðar í byggða-, atvinnu-, öryggis- og samgöngumálum við norðanverðan Breiðafjörð.

Þá bregður svo við þessari framsýnu lausn er fundið allt til foráttu af sumum þeirra sem áður hafa talað fjálglega um byggðamál á Íslandi og framtíðarsýn í þeim málum.

Allt í einu er talað um veginn til Reykhóla, sem fram að því var talinn af sömu mönnum fullboðlegan vegur til Reykhóla, sem jafnvel enn verri veg en vegurinn um hálsana í Gufudalssveit! 

Allt í einu er heimamönnum á Reykhólum úthúðað og þeim valin hin verstu nöfn af þeim sem áður héldu fram rétti og sjónarmiðum heimamanna á hverjum stað.


mbl.is Mótmæla R-leiðinni um Reykhólahrepp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Loksins eitthvað af viti gegn þröngsýni þeirra sem ráða (lesist Vegagerðinni)En mig minnir samt að þú hafir áður stutt aðra kosti Ómar.  En viðbrögð sveitastjórnenda við Arnarfjörð og Skutulsfjörð skýrast af hagsmunagæslu fyrir laxeldisfyrirtækin sem þurfa mest á þessum vegi að halda. Sparnaður þeirra við að keyra Þ-H leið er 100 km á dag, 6 þúsund kílómetrar á ári. Þeim er skítt sama um skólabörn í dreifbýli Reykhólahrepps eða öryggis þeirra. Ég vona svo sannarlega að sveitastjórn Reykhóla standist þessar atlögur arðræningjanna, sem enn og aftur beita sveitastjórum í lúalegu áróðursstríði við réttmæt stjórnvöld og þeirra ákvarðanir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.1.2019 kl. 01:53

2 identicon

reyndar svolítið skrýtið hvernig vegagerðin metur kostað að taka vegin að reykhólum með í útreikningnum. hver skildi vera kostnaður frá reykhólum að brú. hitt er annað er stór efins um þessa brú og hagkvæmni hennar. kærumál munu koma fram. í stað rifrildis við utansveitarfólks. munu nú heimamenn rífast. varla góð niðurstaða fyrir nokkurn mann. nýtilegt landbúnaðarland sem er að skornum skamti á svæðinu   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.1.2019 kl. 08:43

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hef ekki heyrt nokkurn mann tala um að vegurinn um Barmahlíð sé fullboðlegur fyrir Reykhóla en ekki aðra íbúa þar vestar.

Staðreyndin er að sá vegur annar vel umferð að Reykhólum en mun ekki duga fyrir þeirri aukningu sem verður með tengingu yfir Þorskafjörðinn. Það er lágmark að menn fari með rétt mál, vilji þeir tjá sig um þessa framkvæmd.

Hitt er ljóst, að engu minna rask verður á náttúrunni, með R veglínu. Þá er einnig ljóst að vegalengdin fyrir vestfirðinga mun lengjast með þeirri línu og síðast en ekki síst þá er kostnaður mun meiri.

Vegalengd og kostnaður er kannski ekki ofarlega í hugum sumra, en náttúran ætti að vera það. Hér fyrir ofan nefnir Kristinn að landbúnaðarland muni tapast og það er rétt, en fleira mun tapast, s.s. varpsvæði fugla, ósnortnar mýrar, einstakt landslag og fleira.

Fyrir þá landsmenn, sem veginum er fyrst og fremst ætlað, íbúum á sunnaverðum Vestfjörðum, er þó stæðsta málið tíminn. Búið er að velkjast með þetta mál í áratugi og loks þegar sást fyrir enda þess og framkvæmdir gátu hafist, er málið sett á frumreit. Það mun ekki taka skemmri tíma að fá R leið í gegnum öll kærumál, en tók að fá Þ-H leið gegnum það ferli. Því horfa vestfirðingar nú upp á tafir í einhverja áratugi til viðbótar, verði valin R leiðin.

Ekki er ólíklegt að loks þegar sá vegur verði lagður, muni flestir þeirra 1249 manns sem búa á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, verða flognir burtu. Á það að réttlæta hugsanlega fjölgun íbúa Reykhóla, sem nú telja 278? Er rétt að fórna hagsmunum 1248 íbúa til handa 274?

Reykhólar eru þokkalega vel í sveit settir, með ágætan malbikaðan vega allt frá Reykjavík. Það sama verður ekki sagt um íbúa þar fyrir vestan. Ekki þarf að aka nema rétt um 10 km vestur fyrir afleggjarann að Reykhólum, til að rekast á fyrsta farartálmann, Hjallaháls og enn styttra til að komast á malarveg. Þetta þekkir þú Ómar, svo oft sem þú ferðast um okkar fagra land.

Gunnar Heiðarsson, 15.1.2019 kl. 09:48

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rétt er að taka fram, vegna misræmis í athugasemd minni, að íbúar Reykhóla eru 278, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Gunnar Heiðarsson, 15.1.2019 kl. 09:52

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Áður en hin nýja útgáfa af Vegarstæði um Reykhóla kom fram gagnrýndi ég það að Vegagerðin setti vesturmunna ganga undir Hjallaháls niður í sjávarmál og gerðu göngin með því mun dýrari en þyrfti. 

Ómar Ragnarsson, 15.1.2019 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband