Niðurstaða, sem kemur á óvart.

Í einsfeldni sinni hélt síðuhafi lengi, að ef miklar umhverfishamfarir yrðu á jörðinni, svo sem eftir kjarnorkustríð, myndu skordýrin verða þær lífverur sem erfðu þessa plánetu eftir að "hinn viti borni maður" hefði tortímt öllu öðru lífi. 

Ef marka má nýjar rannsóknir á lífkerfinu virðast skordýr hins vegar vera berskjaldaðri fyrir hvers kyns eitrunum og breytingum á gróðurfari af mannavöldum og fara ört fækkandi. 

En vegna þess hve mikil undstaða undir þróaðra lífi skordýrin eru, eru þetta ekki góðar fréttir. 

Og síst virðist lát á því að ruddir séu skógar og ósnortnu landi og votlendi breytt í akra og tún um allan heim, að ekki sé talað um notkun skordýraeiturs. 

Nýkjörinn forseti Brasilíu og Trump forseti Bandaríkjamanna eru dæmi um ráðamenn, sem ætla sér að snúa klukkunni hressilega afturábak að þessu leyti, minnka umhverfiseftirlit, og hverfa aftur til þeirra daga þegar öflugustu iðnriki heims voru stórkostlegust og stórkarlalegust. 


mbl.is Skordýrum jarðar fækkar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi skordýra heimsendakenning er nú bara eitt ruglið enn og áframhaldandi propaganda glópalista um heimsendi.

Kakkalakkarnir munu lifa okkur öll af, þeyr myndu lifa af kjarnorkustyrjöld. Vertu ekki að gera þér upp áhyggjur af þessu bulli Ómar minn.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband