Lélegt og of þunnt malbik og vanræksla?

Fyrir nokkrum misserum kom fram, að í sparnaðarskyni væri lagt þynnra malbik á götur í Reykjavík en þyrfti til að það réði við íslenskar aðstæður. Voru nefndar tölurnar 5sm í stað 10. 

Einnig, að í aparnaðarskyni væri notað lélegra efni í slitlögin en tíðkaðist erlendis, þar sem loftslag væri líkt og hér, til dæmis á vesturströnd Noregs. 

Í ofanálag væri viðhaldi ábótavant. 

Árleg vandræði vegna þessa hér á landi hljóta að kalla á nánari skoðun og upplýsingar um þetta en fengist hafa fram að þessu.  

Hvað er rétt og hvað er ekki rétt?


mbl.is Holutímabilið er hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er þörf ábending, Ómar. Gott væri ef skýr svör fengjust. Fikt við innihald malbiks með lýsi og jurtaolíu er gott dæmi.

Ívar Pálsson, 22.2.2019 kl. 10:04

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég reikna með að einföld fyrirspurn á Vegagerðina muni upplýsa í þá átt sem Ívar nefnir.

Hjálparefnin sem notuð eru við að fá þjálleika í tjöruna eru líklega ekki að henta íslenskum aðstæðum. 5 cm malbik er svokallað undirlag og á að setja undir hið endanlega til að rétta af og fylla upp í hjólför. Það er ekki slitlag í malbiksfræðinni.

Hér hendum við krónum og spörum aura, skilningur á öðru virðist vera afar takmarkaður.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.2.2019 kl. 20:09

3 Smámynd: Hörður Þormar

Vöruflutningabílar slíta vegunum margfalt á við venjulega fólksbíla.

Borga þeir vegagjöld til samræmis við það?

Hörður Þormar, 22.2.2019 kl. 21:37

4 identicon

Þetta er allt rétt Ómar.  Hvergi í heiminum er malbikað á sama hátt og hér.  Það er allt að.  Íslenskt mjúkt grjót notað, rangt bindiefni, alltof þunnt, léleg undirbygging, rangar aðferðir og síðast en ekki síst, ekki rétt hitastig þegar malbikið er lagt niður. 

Sést best hér á Strandveginum í Grafarvogi, þar sem 4 ára gamalt malbik er allt að brotna upp, vegna allra þessara atriða, sem og flestar götur í Reykjavík.  Þetta var ekki svona á árum áður, en núna viðvarandi...

Reykjavíkurflugvöllur var malbikaður fyrir 19 árum og þar sést ekki sprunga eða slit...  Hvað er eiginlega málið... Það blasir við.  Léleg vinnubrögð, ekkert eftirlit og stjórnleysi hvað þetta varðar eins og á mörgum öðrum sviðum í rekstri borgarinnar.  

Sóun á fjármunum vegna endingarleysis, tjón á ökutækjum borgarbúa og almennt hirðuleysi í rekstri gatna og umferðarmannvirkja í Reykjavík.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband