Matvælin og þriðji orkupakkinn.

Á næstu vikum stefnir í að tvö vafasöm atriði varðandi EES-samninginn verði lögfest hér á landi. 

Um bæði gildir, að alger sérstaða Íslands hvað snertir stöðu landsins úti í hafi, eitt og sér langt frá öðrum þjóðum setur okkur í allt aðrar aðstæður hvað varðar áhættu en er hjá öðrum þjóðum Evrópu. 

Íslendingar hafa vægast sagt slæma reynslu af því að hafa flutt til landsins dýr sem áttu að lyfta íslenskum landbúnaði á síðustu öldum. 

Í öll skiptin átti að vera tryggilega um hnúta búið en raunin varð önnur og niðurstaðan hrapalleg. 

Erlendur sérfræðingur, og raunar innlendir líka, að með því að lögleiða breytingu á lögum um matvæli og dýrasjúkdóma sé tekin óviðunandi áhætta í formi tilraunaleiks með íslensk mannslíf. 

Fyrir um 30 árum sat síðuhafi við hlið Karls Kristjánssonar, sem er sérfræðingur á þessu sviði, í vél Flugfélgs Íslands frá Akureyri til Reykjavíkur. 

Karl dró upp hrollvekjandi framtíðarmynd af sókn sýkla með lyfjaónæmi og baráttu lækna og lyfjafræðingar við þá ógn. 

Þessum sýklum færi fjölgandi, og það sem verra væri, gerð nýrra og sterkari lyfja framkallaði sýkla, sem yrðu sífellt ónæmari fyrir sterkari og sterkari lyfjum, oftast vegna þess að sjúklingar  

Á endanum gæti stefnt í það, að læknar yrðu að taka vaxandi áhættu á því, að sterkustu sýklalyfin yrðu orðin svo sterk, að þau settu sjúklingana sjálfa í lífshættu og dræpu þá jafnvel. 

Ekki grunaði síðuhafa þá, að hann sjálfur myndi 20 árum síðar lenda í því að glíma við svo stóra og illvíga sýkingu í baki, að eina lyfið, sem ætti möguleika á að ráða við hana, ylli alvarlegum lifrarbresti í þrjá mánuði. 

Eftir slíka lífsreynslu er ómögulegt að verjast þeirr niðurstöðu, að það eigi ekki að samþykkja neitt það, sem getur valdið slíkum afleiðingum. 

Látum vera, þótt það fluttir séu inn alvarlegir og banvænir erlendir búfjársjúkdómar fyrir mistök af völdum óþarfa áhættu, en hitt er ansi mikið verra ef um er að ræða líf og heilsu fólksins. 

Við búum við þá sérstöðu að þessi sýklaógn er mun skemmra á veg komin hér en í öðrum Evrópulöndum. Það er ekki lítils virði. 

Þótt EES-samningurinn hafi orðið mikill búhnykkur fyrir okkur á flesta lund síðasta aldarfjórðung á það ekki sjálfkrafa að þýða það að við tökum alltaf við hverju sem er inn í löggjöf okkar þar sem sérstaða okkar veldur því að viðkomandi löggjöf sé skaðleg fyrir okkur eða eigi hreinlega ekki við. 

Oft hefur að vísu verið tregða hér til lögleiðingar með þeim rökum að "séríslenskar aðstæður" ríktu, en rökin fyrir slíku afar hæpin, en um þetta er engin algild regla og verður að vega og meta slík rök vandlega. 

Enginn myndi til dæmis telja skylt fyrir okkur að lögleiða tilskipanir um járnbrautir hér á landi. 

Það styttist í ákvörðun um það hvort lögleiða eigi þriðja orkupakkann svonefnda hér á landi. 

Það er ekkert smámál heldur og efni í einn eða fleiri bloggpistla.  

 

ð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður pistill hjá þér Ómar.

Er ekki kominn tími á að þú ritir nokkrar greinar um 3. orkupaklann og þá vá sem honum fylgir fyrir íslenska náttúru. Ég veit þú hefur kynnt þér málið.

Nú er tíminn til að tjá sig, á morgun getur það verið of seint.

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2019 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband