Þótt löngu fyrr hefði verið.

Vestfirðir hafa verið landsfjórðungur, sem hefur mátt búa við það í meira en hálfa öld að vera eini fjórðungurinn án flugvallar, sem nothæfur er allan sólarhringinn árið um kring, og með landveg á milli stærstu byggðakjarnanna, sem hefur verið kyrfilega lokaður stóran hluta vetrarins og aðeins fært um landveg með því að aka margfalt lengri vegalengd. 

Með tilkomu Dýrafjarðarganga og nútíma heilsársvegar um Dynjandisheiði er loks að koma bragarbót á þessu, sem hefði átt að vera komin fyrir löngu, því að þessi arfaslæma staða hefur að sjálfsögðu verið dragbítur á eðlilega þróun byggðar, atvinnulífs og mennngar fyrir vestan þannig að jafnvel var engu líkara en samtal um þetta væri orðið eitthvað þessu líkt: 

 

Það er fáfarið hér um slóðir, nær engin umferð á þessari leið. 

Af hverju?

Af því að það eru engin göng. 

Og af hverju eru engin göng? 

Af því að það er engin umferð.

 


mbl.is Sigurður Ingi sló í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Konan mín er að vestan, eins og margt gott fólk. 

Ég hef lítin áhuga á að heimsækja hina fallegu Vestfirði.

Hversvegna ? 

Akstur þangað er /var  bíl-og mannskemmandi vegna skelfilegs vegasambands.

Flug er ekki til umræðu vegna kostnaðar.

Hefði þó verið áhugavert, að upplifa aðflug og lendingu á Ísafjarðarflugvelli, sem farþegi í gamla Fokker. En það er liðin tíð, skilst mér.

Málpípa ónefnds stjórmalaflokks hérlendis, hélt því fram, fyrir einum 30 árum, að hagkvæmast væri að flytja sem mest af vestfirðingum í Breiðholtið. Kannski var það óbeint stefnan.

Dönsk yfirvöld, sem á þeim tíma réðu yfir Íslandi, komu á sínum tíma fram með þá hugmynd, að flytja sem mest af íslendingum á jósku heiðarnar. Þar væri mun búsældarlegra en hérlendis, og það væri hagkvæmara fyrir danska ríkið.

Það er ekki svo galin hugmynd. Danir og Danmörk hafa marga kosti. Efast um að þeir vildu taka við okkur núna.

Góðar samgöngur eru hluti af almnannaþjónustu, hluti af því að halda landinu í byggð, hluti af því að nýta gæði landsins skynsamlega.

Færeyingar hafa ákveðið að halda landi sínu í byggð og nýta þar með gæði eyjanna, og viðhalda menningu sinni. 

Hér er frétt um slíkt. 

 https://www.visir.is/g/2019190419306/threnn-jardgong-grafin-samtimis-i-faereyjum

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband