Útsýnið af Víkurskarði til vesturs hlýtur að hafa gildi.

Er hugsanlegt að menn hafi misst af einu atriði, þegar þeir áætluðu hve margir myndu aka í gegnum Vaðlaheiðargöng: Útsýnið á vesturleiðinni sem tapast við það að fara í gegnum göngin?

Lítum á málið. Þegar bílstjórar koma í gegnum Ljósavatnsskarð á leið til Akureyrar eiga þeir tvo möguleika:

Að beygja til vinstri, aka í gegnum Vaðlaheiðargöng og koma út úr þeim gegnt Akureyri

- eða -

að aka til hægri út Fnjóskadal og um Víkurskarð yfir til Eyjafjarðar. 

Það tekur að vísu um tíu mínútum lengri tíma að aka um Víkurskarð, en þeim mínútum er vel varið vegna þess mikla útsýnis, sem fólk fær við að koma niður af skarðinu Eyjafjarðarmegin og fá að horfa yfir endilangan hinn fagra Eyjafjörð, í stað þess að missa af þessu mikla útsýni eins og þeir sem koma út úr göngunum gegnt Akureyri. 

Þessir 16 aukakílómetrar kosta að vísu peninga í aksturskostnaði, en á móti kemur að sloppið er við það að borga fyrir að aka í gegnum göngin. Jafnvel þótt miðað sé við tímagjald bíla opinberra starfsmanna er útkoman ca núll krónur. 

Ef aðeins er miðað við hlaupandi kostnað, er helmingi minni bílkostnaður fólginn í því að aka um Víkurskarð en göngin. 

Gallinn við Vaðlaheiðargöng, eins mikilvæg og þau eru fyrir öruggar samgöngur á veturna, er sá, miðað við ábatann af akstri gegnum Hvalfjarðargöng, er ábatinn 60 prósent minni; það græðast 16 kílómetrar við að fara í gegnum Vaðlaheiðina, en 40 kílómetrar við að fara undir Hvalfjörðinn.  

 


mbl.is Tekjur af göngunum undir áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Reyndar er það svo að þú ekur beina veginn að göngunum að austan, þarft að taka vinkilbelju til Víkurskarðs. Ég hef farið 10 sinnum í gegnum ģöngin og ávallt hafa bílaleigubílar verið að snúa við hjá skiltinu sem sýnir gjaldið í gegnum göngin. Gjaldið í gegnum göngin er alltof hátt, sem ég  tel eina ástæðan að fólk fer skarðið.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.7.2019 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband