Aðstæður varðandi jarðakaup útlendinga hafa breyst síðan 1994.

Þegar Íslendingar gerðust aðilar að EES-samningnum heyrðust aðvörunarraddir þess efnis, að íslenskar jarðir gætu komist í hundraðatali undir eignarhald útlendinga. 

Var bent á það að jafnvel ESB-þjóðin Danir hefðu fengið samþykkt það undantekningarákvæði gagnvart sumarbústöðum og jörðum í Danmörku þegar Danir gengu í ESB, að það væri alfarið á valdi Dana hvort slíkt yrði leyft. 

Hér heima var hins vegar bent á það, að ekki gilti það sama um Ísland og Danmörku. Ísland væri tvö þúsund kílómetra frá meginlandi Evrópu, en Danmörk skammt frá Þýskalandi.

Sumarhitinn á Íslandi væri um fimm stigum hærri en í Danmörku. 

Svo fór að fjarlægð Íslands og svalt veðurfar áttu vafalaust þátt í því að hrakspár varðandi stórfelld jarðakaup útlendinga rættust ekki. 

En hin síðari ár hefur þetta breyst. Veðurfar hefur hlýnað, og nú er gildi íslenskrar náttúru er orðið heimsþekkt. 

Danir fengu sín ákvæði um eignarhald útlendinga, oft kölluð sumarbústaðaákvæðin, samþykkt án þess að í því fælist sú skoðun að útlendingar færu endilega verr með landið en heimamenn. Hins vegar yrði samt að hafa ástandið í heild undir innlendri stjórn. 

Ummæli Einars Þveræings um það hvort gefa ætti Noregskonungi Grímsey eru athyglisverð í þessu sambandi. Einar sagði, að að sönnu væri þáverandi Noregskonungur hinn vænsti maður, en enginn vissi hins vegar neitt hvernig því yrði háttað hjá arftökum hans. 

Og á þessi rök Einars var fallist. 

Svipuð rök mátti hafa uppi við samþykki EES-samningsins. Þótt óttinn við stórfelld jarðakaup útlendinga virtist ástæðulaus 1994, vissi enginn með vissu þá, hvort aðstæður yrðu óbreyttar aldarfjórðungi síðar.  


mbl.is Vill kaupa eyjuna Vigur í Djúpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Í dag eigum við Íslendingar engann Einar Þveræring heldur bara tækifærissinnaða stjórnmálamenn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2019 kl. 15:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju erum við Íslendingar alltaf svona slappir og athafnalausir? Kjöftum bara endalaust'. Bjarni Ben keypti Geysir. Hvað hefur hann rukkað mikið inn á svæðið síðan? Hveð rukkar Óskar Magnússon á degi hverjum inn í Kerið? Alltaf fullt þar eins og Geysi? Af hverju erum við svona miklir ræflar Íslendingar?

Af hverju líðum við Afgananum að koma hingað með tvo stráka sem við höfum ekki hugmynd um hvort eru synir hans eða ekki og heldur ekki hvort hann stakk móður þeirra af. Hvort hann er Kiodnapper?  Hann heimtar að fá að vera hér áfram þó að hann eigi að vera í Grikklandi. Hann segist vera hræddur við mág sinn sem sé glæpon. Af hverju gefumst við upp fyrir hvaða kjaftæði sem er, trúum hverju sem er, að skeggjujð börn séu fjórtána ára? Við megum ekki efast þegar hælisleitendur ljúga hvaða sögum sem er?

Halldór Jónsson, 16.7.2019 kl. 15:36

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo erum við hætt að rukka í Hvalfjarðargöngin og ef við viljum athuga hvort "barnið" sé ekki barn þá mótmælir háskólafólkið í HÍ.

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2019 kl. 15:58

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvaða ríkisstjórn gaf Normönnum Jan Mayen??

Skyldi það vera áar þeirra, sem nú vilja losna við allt seljanleg á Íslandi?

Benedikt V. Warén, 17.7.2019 kl. 00:01

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

PS.

Ný sannindi?

Sumarhitinn á Íslandi væri um fimm stigum hærri en í Danmörku.

Benedikt V. Warén, 17.7.2019 kl. 00:12

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver er ástæða þess að gera ætti ráð fyrir að verra væri að útlendingar ættu jarðir hér en Íslendingar? Hvað er það sem verður verra við það?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2019 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband