Áhrifamesta línuritið: Olíuöldin.

Dæmi um forsögulegar aldir í sögu mannkynsins, sem hafa dregið nafn af því hráefni, sem markaði upphaf þeirra, eru steinöld og bronsöld. Olíuöldin, framleiðsla

Á síðustu öldum er líklegt að orkugjafar geti gefið slíku nafn, svo sem olían. 

Á línuritinu hér við hliðina er olíuframleiðsla/olíunotkun jarðarbúa sýnd frá árinu 1900-2100, eða í 200 ár. 

Notkunin eftir 2020 er byggð á ágiskunartölum, þar sem tekið er með í reikninginn hve miklar olíubirgðir eru í jörðu og hve hagkvæmt er að nýta þær. 

Þarna sést að nú er olíunotkunin sjö sinnum meiri en árið 1950, og verður sjöfalt minni á ný árið 2100. 

Það er ekkert langt þangað til, 80 ár, uþb mannsaldur, eða jafnlangur tími og liðinn er síðan 1940 þegar notkunin var tíu sinnum minni en nú. 

Meginlínan lítur út eins og hátt hátt og bratt fjall, sem rís af jafnsléttu. 

Af því að maðurinn á sér tugþúsunda ára forsögu á jörðinni, en olían kom ekki að neinu ráði við sögu í orkugjafasögu jarðarbúa fyrr en fyrir um einni öld, er línurit, sem dregið er upp um orkunotkun jarðarbúa frá upphafi mannkynssögunnar eins og ógnarstór pjótsoddur þegar hann er settur á láréttan skala, sem spannar feril mannkynsins, og eins og snarbrattur fjallsindur á láréttum skala yfir þann tíma sem er liðinn frá upphafi iðnbyltingar fyrir um 250 árum. 

Og svo er vísindunum fyrir að þakka, að vitað er með nægilegri vissu hvernig þessi olíuöld mun enda; framleiðslan mun hrapa hratt þegar líður á 21. öldina, þannig að þegar litið er yfir sögu mannkynsins rís þetta linuritsspjót upp eins og hrikaleg sprenging á sekúndubroti, miðað við árþúsundin mörgu. 

Alveg burtséð frá hlýnun loftslags er þetta stóra verkefnið, sem bíður mannkynsins, því að engin ein orkulind getur komið í stað olíunnar, ekki einu sinni kjarnorkan, sem er í rauninni ekki endurnýjanleg orka, vegna þess að úraníum er takmörkuð auðlind. 


mbl.is Sekúndubrot að klúðra málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mest hissa á að ekki skuli vera rætt meira um hið augljósa, útskiptanlegar langdrægar (2.400km) rafhlöður sem breyta áli í súrál sem má síðan setja aftur á ker álveranna og spara þar með gríðarlega mengun vegna súrálsvinnslu. 

https://www.dailymail.co.uk/news/article-7592485/Father-eight-invents-electric-car-battery-drivers-1-500-miles-without-charging-it.html

Alli ál (IP-tala skráð) 5.12.2019 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er eitt af því sem nefnt var á afar fróðlegu og löngu málþingi um olíumálin fyrir um sex árum. 

Ómar Ragnarsson, 5.12.2019 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband