Bilaði ekki alveg ný lína?

Ekki var hægt að heyra annað en að ein af fyrstu raflínunum, sem biluðu, hafi verið Þeystaréykjalína. Sú lína er splunkuný og hönnuð fyrir stóriðju á Bakka við Húsavík. 

Ef þetta er byggt á misheyrn, væri fróðlegt að heyra nánar af þessu, því að í deilum um þessa línu hafði Landsnet sitt fram um það að hafa hana sem næst sínum hugmyndum, meðal annars að leggja hana á einum stað yfir afar verðmætt svæði út frá náttúruverndarsjónarmiðum í stað þess að fara heldur lengri leið. 

 


mbl.is Tregða að fá leyfi til að endurnýja línur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Væntanlega hefur þessi lína verið lögð á kostnað skattgreiðenda, til styrktar kísilverksmiðjunni. Og vitanlega þvertekið fyrir að leggja fremur jarðstreng. Það er í rauninni ótrúlegt að menn séu svo bíræfnir að kenna "tregðu til að endurnýja línur" um eigin axarsköft. Sýnir siðferðisstigið á þessum bænum vel.

Annars á að sjálfsögðu að leggja línur í jörð þar sem veðurofsi er gjarn á að valda tjóni á loftlínum.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2019 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband