Afrek, engin hliðstæða, alhæfingar varasamar, njótum hátíðanna. .

Undanfarna daga hafa upplýsingar um það sem raunverulega gerðist í óveðrinu mikla í síðustu viku verið kom í hús, sem svo má segja, ein af annarri og bíða þess að þær verði notaðar við vandað mat og úttekt á því sem gerðist í þesari óvenjulega flóknu atburðarás. 

Veðurhamurinn var dæmalaus og stóð dögum saman. Atyglisvert er hvað erfitt var að sjá fyrir hvar hamagangurinn yrði óskaplegastur og þar með hvar tjónið yrði mest og erfiðleikarnir og tafirnar mestar. 

Rétt er að fara varlega í alhæfingar eins og þær, að hrossabændur, sem misstu flesta hestana hafi almennt ekki farið eftir reglum um hrossahald. 

Í veðrinu kom í ljós að vegna hinnar gríðarlegu ákompu af blautum snjó, hlóðst hann þannig upp, að á einstaka stöðum gat verið verra að hrossin gætu hímt undir lögbundnum 2ja metra háum veggjum. 

Snjórinn einfaldlega hlóðst upp í slíkum skjölu og kaffærðu hrossin, og þótt veggirnir eða húsin væru eitthvað hærri, varð snjórinn bara enn dýpri. 

Þótt pottur sé brotinn í þessum efnum á einstaka stað, verður að rýna betur í gögn um tjónið á hverjum stað áður en alhæft verður um þau mál.  

Síðuhafi hefur fylgst eins vel með því sem gerist í Langadal og hann hefur getað síðan 1950 og minnist þess ekki að veðurofsi hafi feykt þaki burt þar í dalnum eins og gerðist í Hvammi. 

Um allt norðanvert og austanvert landið má sjá, hvernig aðstæður voru víða óútreiknanlegar og margfalt verri en menn gátu búist við. 

Það að mastur af stærstu og sterkustu gerð eins og í Fljótsdalslínu, skyldi gefa sig ásamt línunni er fáheyrt. 

Þegar búið verður safna saman öllum gögnum um hið gríðarlega starf og fórnir, sem færðar voru af þeim sem börðust við þetta fordæmalausa óveður, kanna gögnin og leita að því, sem hefði getað verið betra að gera, verður vonandi hægt að minnka það tjón, sem verður í næsta bálviðri. 

Og þeir mörgu sem lögðu sig í fádæma erfiðleika og hættu við björgunar- og leitarstörf, auk viðgerða og aðstoðar af fjölbreyttu tagi, eiga nú skilið að fá alþjóðarþökk og aðdáun að launum þegar hátíðirnar eru nú gengnar í garð og þeir geta slakað á notið friðar og  kærleikans, sem þessi mesta hátíð kristinna manna er tengd við. 


mbl.is „Ómetanlegt að fá utanaðkomandi aðstoð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband