Athyglisverðar vegalengdir við Grindavík og Kröflu.

Lóðrétt vegalengd frá botni 3ja kílómetra hás fjalls upp á tind þess sýnist í huga manns mun lengri vegalengd en 3 kílómetrar í láréttu plani. 

Bein lína milli efstu húsa í Grindavík og Svartsengis er rúmlega þrír kílómetrar, en einhverns staðar skammt fyrir vestan þá beinu línu liggur hraunkvika á þriggja kílómetra dýpi. 

Nú benda mælingar til að neðri mörk kvikmunnar séu á fimm kílómetre dýpi en ekki níu kílómetra dýpi. 

Það er drjúgur munur þarna á milli; miðja kvikunnar er sem sagt á 4,5 km dýpi en ekki 6 km dýpi. 

En vegalengdin i kílómetrum segir ekki allt. 

Rúmum tveimur áratugum eftir að allt féll í dúnalogn í lok Kröfluelda stóð til að reyna svokallaða djúpborun hér á landi, niður á miklu meira dýpi en áður hafði verið borað og völdu menn borstað skammt austan við Leirhnjúk, þar sem hafði verið miðja umbrota Kröfluelda, en kvikan nær alltaf brotist eftir sprungukerfinu til norðurs og komið þar upp. 

Risaholan var utan í sprengigígnum Víti, sem myndaðist í sprengingu í Mývatnseldum 1724, og um var holan um 1 kílómetra frá Leirhnjúki og boruð við hliðina á holu, sem boruð var ré

Þrátt fyrir upphaf Kröfluelda og hlaut þá nafnið Sjálfskaparvíti, því að hún varð gersamlega ónýt. 

Skemmst er frá því að segja að hin fyrirhugaða milljarða tímamótahola "Sjálfskaparvíti nr.2" varð gagnslaus sem djúpborunarhola, því að á að eins um 1,5 km dýpi kom borinn niður á hraunkviku !   

Þessi hraunkvika er dæmi um að slíkt fyrirbæri svona nálægt yfirborðinu geti verið alveg meinlaus árum, áratugum og hugsanlega öldum saman, enda hafa engar hreyfingar eða skjálftar verið við Kröflu síðan 1984. 

Mývatnseldar 1724 byrjuðu með sprengigosi á þessum stað, og Kröflueldar 1975 byrjuðu líka út frá kvikuhólfi þarna undir. 

Í millitíðinni hélt hreyfing meginlandsflekanna áfram um rúman metra á öld og var orðin samtals tæpir 3 metrar 1975, þegar komið var að mörkum þanþols jarðskorðunnar og "allt gekk af Kröflunum" eins og það var orðað í Útvarpi Matthildi.  


mbl.is Kvikan talin vera á 3-5 kílómetra dýpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sjálfskaparvíti" fékk nú ekki nafnið af því hún hafi orðið ónýt heldur hvernig á því stóð að hún varð ónýt. Þar réði náttúran ekki úrslitum, nema þá að um hana sé talað í afar víðu samhengi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.2.2020 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband