Mikið mannfall í Bretum og "önnur bylgja" í Singapúr.

Ástandið er dökkt hjá Bretum varðandi COVED-19 faraldurinn, tæplega níu þúsund látnir, eða rúmlega 130 á hverja milljón íbúa. Til samanburðar er dánartíðnin hér á landi um 20 á hverja milljón íbúa og tíðnin hjá flestum Evrópuþjóðum er milli 30 og 50. 

Í Bretlandi er dánartíðnin næstum því sjöfalt meiri en hér á landi. 

Það, sem verra er fyrir Breta, er að veikin er enn i vexti þar og náði hámarki í dag með 980 dauðsföllum á sólarhring, sem samsvarar meira en 14 manns á milljón íbúa á dag hér á landi. 

Á fyrstu vikum faraldursins var litið á Singapúr sem kraftaverk, sem hefði unnist vegna miklu harðari lokana og andófsaðgerða en annars staðar. 

En nú berast fregnir af nýrri og hraðri fjölgun þar í fyrirbæri, tala mætti um sem "aðra bylgju", líkt er er í handboltanum. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur einmitt talað um hættuna á þessu fyrirbæri hér á landi og víðar í kjölfar fárra sýkinga, einkum ef slakað er of mikið og hratt á hörðum aðgerðum. 

Meðan bóluefni er ekki tilbúið til árangursríkrar og öruggrar notkunar, virðist líklegt að COVID-19 muni hafa lamandi áhrif á efnahag og aðstæður jarðarbúa í allt að heilt ár. 


mbl.is 980 látnir í Bretlandi á sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

sammála

Halldór Jónsson, 10.4.2020 kl. 19:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo er fréttinm um að veiran lifi áfram í þeim sem læknast og þeir geti smitað henni áfram.

Halldór Jónsson, 10.4.2020 kl. 20:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Eitthvað hafa fréttir frá Singapúr farið öfugt ofaní þig.

Það er rétt að Singapúr ásamt Taivan og Hong Kong gripu strax til aðgerða til að stöðva smitleiðir veirunnar erlendis frá.  Lokuðu strax á Hubei, svo komu nýjar lokanir eftir því sem smitið breiddist út, þar á meðal var lokað á Norður Ítalíu 3. mars ásamt Íran og Suður Kóreu.

Innanlands var hins vegar sama aðferðafræði notuð og hjá okkur, það er smitrakning, prófanir og sóttkví.  Munurinn var helst sá að þeir sem greindust með veiruna, voru vistaðir strax á spítala.

Þessi setning þín er því algjörlega röng.

"Á fyrstu vikum faraldursins var litið á Singapúr sem kraftaverk, sem hefði unnist vegna miklu harðari lokana og andófsaðgerða en annars staðar. ".

Þetta má til dæmis lesa í frétt frá 18. mars þar sem fjallað var um árangur stjórnvalda í Singapúr; "In Singapore, we want life to go on as normal. We want businesses, churches, restaurants and schools to stay open. This is what success looks like. Everything goes forward with modifications as needed, and you keep doing this until there’s a vaccine or a treatment.".

En þessi aðferð, að eltast við smit hefur ekki gengið upp, einhvers staðar hefur smitið lekið inn og ekki verið rakið.  Þess vegna gripu yfirvöld í Singapúr til aðgerða þann 3. apríl sem líkjast því sem hér var gert miklu fyrr;

"3 April: With evidence of growing spread within the community and the risk of asymptomatic spread, Singapore announced a much stricter set of measures that would be implemented from 7 April to at least 4 May, collectively called a "circuit breaker". All non-essential workplaces, including Singapore Pools, will be closed during this period. Schools will move to home-based learning, and preschools will close except to provide services for parents without alternative care arrangements, from 8 April to 4 May.[205][206] All food establishments will provide only take-away and delivery services. The authorities will no longer dissuade the general public from using masks and will distribute reusable masks to every household from 5 to 12 April. Graduation ceremonies will not be held during this time.[207] The Singapore Armed Forces (SAF) also announced that they would defer all in-camp training and individual physical proficiency tests for operationally-ready NSmen until 4 May, while those in administrative roles will work from home wherever possible.[208] Marina Bay Sands also announced that it would suspending all services during this period. This would include the all the attractions such as the ArtScience Museum, The Shoppes, as well as food and beverage outlets. The casino was also to close for the aforementioned time. All reservations during those nights would be cancelled.".

Það er gott að hafa staðreyndir í huga þegar við reynum að réttlæta hið óréttlætanlega nafni, það er af hverju var ekki lokað á smit í tíma, þá væri ástandið annað í dag þó við hefðum ekki losnað við veiruna.

Smit per milljón íbúa í Singapúr er 360, hjá okkur eru þau 4.909, dauðsföll er 1 per milljón íbúa, hjá okkur eru þau 21.

Eini munurinn á aðgerðum þessa tveggja þjóða er að þeir lokuðu á smituð lönd áður en smitið náði að breiðast út meðal þjóðarinnar, við lokuðum eftir að smitið náði fótfestu.

Munurinn er mannslíf og það er alvarlegur munur.

Og það er óþarfi að falsa söguna til að réttlæta þann mun.

Þess vegna leiðrétta menn sig þegar þeir vita betur.

Kveðja að austan.

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/singapore/

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/iceland/

https://en.wikipedia.org/wiki/2020_coronavirus_pandemic_in_Singapore

https://en.wikipedia.org/wiki/2020_coronavirus_pandemic_in_Iceland

Ómar Geirsson, 11.4.2020 kl. 00:53

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Svona geturðu ekki reiknað, Ómar Ragnarsson.  Þú reiknar smit/dauð per capita. Á Íslandi eru engar miljónir manna ...  heldur um 3 hundruð þúsund. Þú getur heldur ekki reiknað á höfðatölu, því aðeins 35 þúsund prófanir hafa verið gerðir. Þar af leiðandi hefurðu 5% sýkingu landsmanna, eðe 1656 manns á hverja 34125 sem hafa verið prófaðir.  Síðan þegar þú reiknar dauðsföll, geturðu ekki tekið slíkt á höfðatölu, né heldur á fjölda sýktra. Heldur þarftu að taka þetta á fjölda "niðurstaða".  758 hafa jafnað sig, 7 hafa dáið, sem þýðir að um 1% manna munu deyja.

Af þessum sökum er sakt, það eru til þrenns konar lygar ... lygar, helvítis lygar og statistík.

Örn Einar Hansen, 11.4.2020 kl. 09:22

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarne.

Ekki veit ég af hverju þú kallar þig Einar núna, en það er óþarfi að fara rangt með föðurnafn mitt.

Vanþekking á sér margar birtingarmyndir, ég gerði athugasemd við vanþekkingu nafna míns varðandi Singapúr, og vitnaði í heimildir máli mínu til stuðnings.

Ekki veit ég hvort þessi setning þín tjái vanþekkingu eða eitthvað annað; "Þú reiknar smit/dauð per capita. Á Íslandi eru engar miljónir manna ...  heldur um 3 hundruð þúsund." en það er ákveðin skýring á því að miðað er við milljón þegar tölur eru bornar saman á milli þjóða, og sú skýring hefur eitthvað með það að gera að flestar þjóðir heims eru taldar í milljónum, en það er alveg eins hægt að miða við milljarð, þúsund eða 330 þúsund eins og þú telur að sé eini samanburðurinn sem hægt er að nota á Ísland.

En viðmiðunarstuðull skiptir ekki máli heldur spurning hvað er læsilegast en ef við miðum við 330 þúsund þá er dánartalan hér 7 per 330 þúsund íbúa en 0,3 í Singapúr.

Síðan er ekki verið að bera saman fjölda prófana milli landa, heldur fjölda greindra smita.  Þau geta vissulega verið mismunandi eftir aðferðafræðinni en út frá áætlaðri dánartölu kórónuveirunnar er hægt með góðri vissu að meta útbreiðslu veirunnar og hvernig það hefur tekist að halda henni frá helstu áhættuhópum.

Þumalputtareglan er að því færri dauðsföll því minni er útbreiðslan sem og að veiran hefur ekki sýkt áhættuhópa.

Best er síðan að vera með marktækar prófanir, bæði upp á fjölda sem og að taka slembiúrtak.  Eitthvað sem við Íslendingar höfum gert vel sem ætti að ætla að tölur hér um smit séu nokkuð marktækar. Lækkun á fjölda nýsmitaðar bendir einnig til þess.

Tölur frá Singapúr eru marktækar því þeir eru búnir að vera með veiruna í  3 mánuði og dauðsföll eru 0,3 miðað við 330 þúsund íbúa.

Þeir eru hins vegar að mæla veldisaukningu í fjölda smita síðustu daga, og grípa því til harðari aðgerða, þann 3. apríl, en ekki í upphafi faraldursins eins og einhver hefur ranglega logið að nafna mínum.

Þekking er ekki geimvísindi Bjarne sem og það er ekkert yfirnáttúrulegt við rökhugsun.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2020 kl. 10:16

6 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Hérna er eitthvað fyrir ykkur til þess að ræða um

No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.4.2020 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband