Er hjarðónæmi eftirsóknarvert? 245 á milljón íbúa látnir í Svíþjóð - 32 hér.

Mikið hefur verið rætt um svokallað hjarðónæmi í umræðunni um COVID-19 veiruna og meðal annars í þá veru, að það sé fyrirbæri, sem sé eftirsóknarvert.

Nú virðast menn bíða spenntir eftir því að hjarðónæmi verði náð í Svíþjóð, en þar hafa nú þegar látist 2400 manns, sem samsvarar 245 á hverja milljón íbúa. 

Til samanburðar hafa 10 látist hér á landi, sem samsvarar 32 á milljón íbúa og er sex sinnum lægri tala en í Svíþjóð. 

Það má velta spurningunni um æskilegt hjarðónæmi upp á þann veg, hvort það hefði verið betra fyrir okkur Íslendinga að nú um 60 manns látnnir hér í staðinn fyrir 10. 

Stóra spurningin í upphafi hefur líka verið sú, hvort heilbrigðiskerfi viðkomandi lands ráði við svona háa dánartíðni án þess að bresta skelfilega, líkt og gerðist í nokkrum löndum í fyrstu eins og Kína, Ítalíu, Spáni og New York. 

Svo virðist sem hið öfluga heilbrigðiskerfi í Svíþjóð hafi ráðið við sex sinnum hærri dánartíðni en við áttum fullt í fangi með. 

Umræðuefnið er flókið. Það er til lítils að hjarðónæmi myndist í einu landi, ef strangar ráðstafanir eru í gildi í nágrannalöndum og viðskiptalöndum. 

Fyrir okkur Íslendinga sem eyþjóð langt úti í hafi með flugtengda ferðaþjónustu sem aðal atvinnuveg, myndi einu gilda hvort hjarðónæmi myndaðist við fórnun tuga mannslífa, en eftir sem áður væri flugbann til og frá landinu af völdum annarra þjóða. 

Sagt hefur verið að þegar hjarðónæmi hafi myndast, hverfi farsóttin, en þó er það tíðara að bent sé á, að önnur bylgja og jafnvel enn fleiri bylgjur geti blossað upp síðar. 

 


mbl.is Telur stutt í hjarðónæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Meðan ónæmi hefur ekki myndast, og bóluefni ekki fundist, þá eru miklar líkur á annarri bylgju. Ef ónæmi hefur myndast eru þær litlar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 12:58

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er meint hjarðónæmi orðin spurning um "The Survival of The Fittest"?

 

Kolbrún Hilmars, 29.4.2020 kl. 15:35

3 identicon

Eftir landafundina í vesturheimi hrundu frumbyggjar þessara landa niður úr sjúkdómum sem Evrópumenn voru síður móttækilegir fyrir.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 29.4.2020 kl. 16:20

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Fauci segir aðra bylgju koma

Halldór Jónsson, 29.4.2020 kl. 19:59

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svartidauði á Íslandi kom til landsins meira en hálfri öld eftir að sóttin geysaði í öðrum löndum, og þá sem ein af síðustu bylgjum þessa vágests. 

Ómar Ragnarsson, 29.4.2020 kl. 20:36

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar þetta er búið í Svíþjóð er þetta alveg búið fyrir þá.

Þetta er ekkert nauðsynlega búið hjá okkur alveg strax.  Þetta virðist ætla að standa yfir ansi lengi allt í kringum okkur.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2020 kl. 20:53

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og nú birtast hroðalegar spár Alþjóða vinnumálastofnunarinnar um þær hörmungar sem bíða hinna fátækustu. Samkvæmt þeim mun yfir milljarður manna líða skort (og væntanlega ekki tugir, heldur hundruð milljóna deyja) vegna alþjóðlegra viðbragða við pest sem er langt frá því að vera á svipuðum skala og Svartidauði.

Mannkynið er eins og grindhvalavaða sem syndir upp í fjöru til að farast þar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband