George W. Bush taldi sig sýna óræk gögn um gereyðingarvopn Íraka 2003.

Fyrir hreina tilviljun hefur stanslaus söngur Bandaríkjaforseta og utanríkisráðherra hans verið kyrjaður í fjðlmiðlum undanfarna daga og vikur með fullyrðingum um sannanir fyrir því að Kínverjar hafi búið COVID-19 veiruna til og dreift henni um heiminn; en á einmitt í gærkvöldi var hliðstæða frá fyrri tíð rifjuð upp í frönsku sjónvarpsþætti. 

Rifjað var upp að strax 1998 hóf hópur áhugamanna um að heyja annað Persaflóastríð að vinna að því að koma á koppinn innrás inn í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli. 

George Bush eldri hafði sem forseti farið að ráðum ráðgjafa sinna þess efnis, að nota ekki tækifærið 1991 til að halda áfram til Bagdad og hernema Írak, bæði vegna þess að það myndi rjúfa samstöðu allra ríkjanna, sem hann hafði afrekað að fá með sér í Flóastríðið til að reka innrásarher Saddams út úr Kúveit, en ekki síður vegna þess, að slíkt stríð myndi leysa úr læðingi múslimsk öfl, sem myndu hefja trúarstríð með mannfalli upp á milljónir manna. 

Eftir árásina á New York og Washington 11. september 2001 fengu þeir Bush yngri í lið með sér til þess að hefna fyrir árásina og einnig höfðaði það til Bush yngri að ljúka því sem faðir hans hefði átt að klára 1991. 

Frá 2001 til 2002 var í gangi mikil herferð, árás og innrás í Afganistan og síðan stanslaus áróðursherferð til þess að sanna að Saddam Hussein væri að því kominn að hafa komið sér upp stórfelldum gereyðingarvopnu, bæði efnavopnum og ekki síst kjarnorkuvopnum, sem ógnaði friði í heiminum. 

CIA leyniþjónustan var beitt þrýstingi til að skálda upp "órækar sannanir" fyrir þessum ásökunum. 

Frökkum tókst að fá því framgengt að óháð rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna færi til Írak til að leita að öllum þessum mikla vopnabúnaði, en fann ekkert. 

Samt héldu ásakanirnar áfram og eftir að ekki fékkst samstaða hjá Sameinuðu þjóðunum líkt og hafði heppnast svo vel 1991, réðust Bandaríkjamenn samt sjálfir með beinni aðstoð Breta inn í Írak, hernámu landið og náðu Saddam Hussein og drápu hann. 

Nokkrar aðrar þjóðir, þeirra á meðal Íslendingar, settu sig á lista þjóða, sem birtur var yfir væru hlynntar þessu stríði. 

Hvað aftöku Saddams snerti var raunar var auðvelt að finna órækar sannanir fyrir óhæfuverkum þessa grimma harðstjóra gegn eigin þjóð og Kúrdum, en alveg vantaði allar sannanirnar sem búið varð að skálda upp varðandi gereyðingarvopnin; ekki fannst snefill af gögnum; ja - nema það sem flestir Íslendingar eru búnir að gleyma; - eitt síðdegi barst sú frétt til Íslands, að hópur hermanna, þar sem Íslendingar voru með í för, hefði fundið sannanir um eiturvopn. 

Utanríkisráðherra Íslands lýsti að sjálfsögðu yfir ánægju sinni fyrir hönd Íslendinga, en hún stóð stutt, því að í ljós kom að þetta voru leifar af rústir litillar verksmiðju, sem hafði framleitt efni, sem útilokað var að nota sem efnavopn; þvottaduft, ef síðuhafi man rétt! 

Framhald Íraksævintýrisins þekkja allir. Hernámið og áframhaldandi afskipti Bandaríkjamanna af átökum í Líbíu og Sýrlandi átta árum síðar kveikti af sér ISIS-hryllinginn, sem ráðgjafar Bush eldri höfðu varað við. 

En hvaða Bandaríkjamaður skyldi síðan rúmum áratug eftir Íraksruglið hafa gagnrýnt slíkt harðlega í kosningabaráttu sinni 2016?

Jú, Donald Trump, sem sagði að Hillary Clinton og Barack Obama hefðu gerst stofnendur ISIS! 

Þetta rifjast allt upp núna þegar Trump og Pompeo hamra á því dögum og bráðum vikum saman að þeir hafi sannanir fyrir því að Saddam; afsakið Kínverjar hafi framleitt það gereyðingarvopn sem drepsóttarveira getur orðið. 

Sagan frá 2003 endurtekur sig, nema að þeir sýna þó hvorki né nefna neinar sannanir í blöðum, sjónvarpi, í þinginu, hjá SÞ og hvar sem því verður við komið, og CIA hjálpar ekki til í þetta sinn, né heldur veiruteymið, sem Trump hefur verið með til að fást við faraldurinn.

Og það nýjasta í fréttum er reyndar, að forsetinn ætlar að reka þetta fólk, sem hefur talið sig tilneytt til að andmæla því að "sannanirnar" og "vísbendingarnar" séu til, og ráða annað fólk í staðinn. 

Það ætti ekki að koma neinum á óvart, því að ein af stóru yfirlýsingum hans þegar hann var kosinn var, að hann vildi að allt vísindasamfélagið varðandi loftslagsmál eins og það legði sig, yrði rekið og "alvöru" vísindamenn yrðu ráðnir í staðinn "sem kæmust að réttum niðurstöðum."   

 


mbl.is „Hann hefur engar sannanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að ekki hafi fundist gereyðingarvopn í Írak merkir ekkert endilega að kórónaveirunni hafi ekki vísvitandi verið dreift af Kínverjum. Munurinn á þessu tvennur er hins vegar kannski sá, að áður en kurl voru komin til grafar um gereyðingarvopn Íraka var ráðist á landið, en engar líkur eru á neins konar aðgerðum gegn Kínverjum nema óyggjandi sannanir komi fram fyrir sekt þeirra.

Staðhæfingar þeirra eru um margt ótrúverðugar. Vitað er að reynt var að leyna vandanum. Slíkt vekur að vonum grunsemdir um að ekki sé allt með felldu. Tregðan við að hleypa alþjóðlegum rannsakendum að er ekki traustvekjandi. 

Allt þetta liggur fyrir, og hvað sem okkur kann að finnast um Donald Trump, hljótum við að bíða og sjá hvað kann að koma á daginn. Við drögum ekki bara þá ályktun að fyrst engin gereyðingarvopn voru í Írak sé ekkert gruggugt við framgöngu Kínverja. Við gerum okkur ekki seka um svo fáheyrða rökvillu. Skárra væri það nú!

Þorsteinn Siglaugsson, 7.5.2020 kl. 00:15

2 Smámynd: Hörður Þormar

Í þættinum, "Leschs Kosmos", á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF í gærkvöld, var um þetta fjallað. Þar var því alls ekki hafnað að COVID-19 veiran hefði komið frá rannsóknastofnun í Kína. Hún hefði getað verið þar til rannsóknar, enda þótt hún hafi ekki verið smíðuð þar.

Óvíst er hvort þetta mál verði nokkurn tíma upplýst.

Hörður Þormar, 7.5.2020 kl. 00:41

3 identicon

Sæll Ómar.

Seinustu pistlar þínir um Trump,
Kínverja og kórónaveiruna
hafa sannast sagna verið óboðlegir.

Engu er líkara en kínverska sendiráðið
á Íslandi eigi sjálft þessa pistla eða eigi
hagsmuna að gæta jafn fáránlegir og vitlausir sem þeir eru
og sneiða hjá allri almennri rökhugsun.

Þó slík ummæli kunni að teljast ómakleg þá 
vekur furðu hvernig þú hefur stig af stigi
byggt upp seinustu pistla um Kínverja og kórónaveiruna
eins og þeir hafi þar hvergi nærri komið
þó flest rök hnígi í þá átt að ekki einasta verði
faraldurinn til þeirra sjálfra rakinn heldur kunni
að hafa verið hugsanleg leið þeirra til að ná kverkataki á Vesturlöndum
enda vitað að flest þau ríki sem verst hafa orðið úti í faraldrinum
eiga að verulegu leyti undir Kínverjum komið
hvað varðar og verður um efnahag og uppgang þeirra sjálfra.


Þau verða nú sem mýs undir fjalaketti á næstu árum ef ekki áratugum;
viðskiptalegri ánauð vegna botnlausra skulda við herveldið Kína.
Þessi ríki munu því sitja og standa eins og þeim verður uppálagt;
dansa eftir púkablístru risans í austri.

Flest bendir til að Kínverjar vilji taka þá stöðu að teljast
leiðandi afl Asíuríkja og þeir eiga sjálfir mikilla
hagsmuna að gæta á viðskiptasviði, að þeir haldi veldi sínu
til að geta tryggt fjármagn til að vígbúast, efla varnir
og herafla sinn.

Þvert á fullyrðingar þínar þá eru það Kínverjar sjálfir
sem hafa stórhagnast á faraldrinum;
hann er þeirra mesta happ 21. aldar og/eða áætlun
sem heppnaðist fullkomlega.

Sjálfur svarar þú út í sumartunglið
þegar það er hrakið sem þú ferð ranglega með
og kannast ekki við einföldustu orðatiltæki
eða snýrð út úr þeim með afar ótrúverðugum hætti.

Liggur fiskur undir steini hjá þér sjálfum?

Húsari. (IP-tala skráð) 7.5.2020 kl. 03:49

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er sammála Ómari.

Það er eins með lygara og þjófa hvað það snertir, að þú getur ekki stolið stöku sinnum en samt talist heiðarlegur.

Annað hvort ertu þjófóttur, eða þú ert það ekki.

Jónatan Karlsson, 7.5.2020 kl. 07:15

5 Smámynd: Már Elíson

Fádæma góð og nákvæm greining hjá Ómari síðuhafa, hvað sem einhver nafnlaus ómerkingur, svokallaður "húsari"(?) blaðrar út í loftið af "trumpískum" hætti "followera" sem þora ekki að segja til nafns af ótta einum og hroka.

Halda áfram Ómar að segja sannleikann. Trump getur ekki rekið þig fyrir að segja satt eins og hann gerir í fávískri taugaveiklun sinni í henni ameríku, sem honum er að takast núna að gera "great again for stupidy". 

Már Elíson, 7.5.2020 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband