Þótt fyrr hefði verið?

Boeing verksmiðjurnar drógu trygga viðskiptavini sína á asnaeyrunum í þrjú ár vegna tafa á afhendingu 787 Dreamliner þotunum. 

Nú hefur aðdragandi þess verið rakinn aftur til ársins 1998 þegar þeirri meginreglu í rekstri verksmiðjanna var breytt að öryggi skyldi ávallt hafa forgang fram yfir allt annað, líka markaðsaðstöðuna, sem búið var með harðfylgi að skapa eftir áratuga feril á leið til forystu í flugvélaframleiðslu. 

Orðalagið á hinni nýju sýn var að vísu haft loðið, en samt var um áherslubreytingu að ræða, sem síðan skaðaði afhendingu 787, að vísu án manntjóns, en loks á endanum Boeing 737 Max, þar sem niðurstaðan var fólgin í tveimur mannskæðum flugslysum og afsögn forstjórans. 

Hið óvænta reiðarslag COVID-19 fyrir allan flugrekstur heimsins er síðan rökrétt fólgið í því að allar þær þúsundir metpantana á Boeing 737 Max, sem gerðar voru, valda gerbreyttum forsendum fyrir tilvist þeirra véla; þær eru orðnar afgangsstærð númer eitt. 

Aðalástæðan fyrir framleiðslu þeirra var hátt eldsneytisverð, en með COVID-19 hefur sú forsenda horfið um ófyrirsjáanlega langan tíma. 

Og ekkert heyrist nú frá Boeing varðandi það, hvenær Max vélarnar geti flogið á ný. Þegar vandræðagangurinn með 787 var mestur, tók hver frestunin við af annarri árum saman.   


mbl.is Vilja losna við 10 MAX-vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband