Friðsældin á hljóðlátu rafknúnu léttbifhjóli á heiðríkum miðvikudegi.

Það sést ekki ský á himni þegar farið var í annan kaflann í akstursprófun á ódýru rafknúnu léttbifhjóli austur fyrir fjall síðdegis á einstaklega friðsælum miðvikudegi.DSC08864

Fyrsti pistillinn um þetta verkefni; "Orkuskipti - útskipti - koma svo!" birtist fyrir nokkrum dögum.   

Myndin var tekin á Hellisheiði í kvöld, en ætlunin var að sjá hvernig gengi að fara austur fyrir fjall á móti vindi og klifra í leiðinni  upp í 374 metra hæð á heiðinni. 

Það tekur smá tíma að ganga frá pistlinum, sem vonandi tekst á morgun.  


mbl.is Ísland friðsælast 13. árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Reyndu nú að hætta þessu hjólabulli Ómar minn og ferðast um á fjórum hjólum áður en þú drepur þig á þessari vitleysu. Búinn að brjóta þig og slasa nógu oft til þess að þú ættir að fara að fara ögn betur með þig. Við viljum ekki missa þig ef hægt er að komast hjá því með ögn af skynsemi. 

Halldór Jónsson, 11.6.2020 kl. 11:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Slysin tvö á hjólaferli mínum, sem spannar árin 1952-59, 1967-1970 og 2015- 2020, alls 18 ár, urðu svona: 

1. Staddur á gangbraut sem liggur yfir bílakstursaðrein, en aðvífandi bílstjóri lítur snöggt til vinstri og sér að ef hann gefi rösklega í, komist hann yfir í umferðina framundan á Miklubrautinni. Sér ekkert fram fyrir sig vegna þess að lág sól blindar hann, ekur aftan á hjól mitt á gangbrautinni svo að hjól og maður fljúga upp á framrúðuna og brjóta hana, og fljúga síðan í háum boga fram fyrir snarstansaðan bílinn.  Ökklabrot á hægri ökkla og meiðsl á alls sex stöðum. 

Ef ég hefði verið gangandi á gangbrautinni hefði það sama gerst. Svipað getur gerst ef einhver ekur blindaður af sól á farartæki eins og bíl, sem er fyrir framan hann á fullkomnlega eðlilegu róli og á sér einskis ills von. 

Ég ætla hvorki að hætta að ferðast um gangandi eða á bíl, þótt svona geti gerst, en eftir þetta slys er ég ávallt hikandi og hætti oft við að ganga eftir gangbraut yfir götu, þótt bílstjóri stansi til að gefa mér forgang.   

2. Slys sem varð á hjólastíg vegna þess að hjólreiðamaður, sem var að koma á móti, reyndist vera að reyna að lesa niður fyrir sig á mæli, fylgdist ekkert með því sem var fyrir framan hann og sveigði skyndilega út á öfugan helming. Axlarbrot á vinstri öxl.  

Svipað getur gerst ef maður er á bíl á 80 kílómetra hraða og bíl, sem kemur á móti er sveigt yfir á öfugan helming af því ökumaðurinn horfir niður fyrir sig á mæli eðað snjallsíma. 

Áreksturinn á hjólastígnum varð á 20 km hraða. Ef það væri val, myndi ég frekar velja 20 en 80 km hraða fyrir svona árekstur. 

Ómar Ragnarsson, 11.6.2020 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband