Ekki ónýtt að eiga svona Íslandsvini á samfélagsmiðlunum.

Samfélagsmiðlarnir og áhrif þeirra eru af misjöfnu tagi, og sumt ekki fagnaðarefni. 

En fróðlegt gæti verið að skoða og athuga þau miklu áhrif sem svokallað frægt fólk hefur haft á þeim vettvangi við að mæra land okkar á svo áhrifaríkan hátt, að það hefur verið á við milljarða auglýsingarherferðir.  

Staðir, sem voru til án þess að verða alþekktir hér heima, hvað þá erlendis, og höfðu til dæmis verið sýndir í íslenskum fjölmiðlum, fengu eins konar fæðingu eða nýtt líf á heimsvísu. 

Þetta voru staðir eins og Fjaðrárgljúfur, Reynisfjara, Seljalandsfoss, Stuðlagil og jafnvel gamalt flugvélarflak á Sólheimsandi. 

Nú hefur íslensk ferðaþjónusta og ferðaþjónastan almennt á heimsvísu, orðið fyrir gríðarlegu höggi í formi heimsfaraldurs COVID-19. 

Þá er ekki ónýtt að eiga bæði gamla og nýja Íslandsvini með alþjóðafrægð, sem halda orðstír lands okkar á lofti á heimsvísu.  


mbl.is Terry Crews dásamar íslenska náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að náttúra Íslands sé falleg, einstök, vita margir. En ekki færri vita einnig að Ísland er dýrasta land heims, land okursins. Þar sem að terusneiðin, til að mynda, kostar kr. 1500. "Foreigners" eru engir kjánar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.10.2020 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband