Níu farþegar núna og 160 kílómetra drægni. En það gæti tvöfaldast.

Eins og er þróun fyrstu rafflugvélanna komin í vélar sem bera níu farþega og komast 160 kílómetra á hleðslunni. 

Það myndi duga til flugs milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, en búist er við þróun rafgeyma sem gætu verið allt að tvöfalt afkastameiri miðað við þyngd en nú er og þar með haft 300 kílómetra drægni. 

Stærsti kosturinn við rafhreyfla er sá hve einfaldir þeir eru, endingargóðir og viðhaldsfríir, auk þess sem þeir afkasta jafnmiklu í efri flughæðum og hinum neðri og orkukostnaðurinn er miklu minni en ef eldsneyti er notað. 

Ókosturinn stóri er þó þyngd rafgeymanna og minnkandi geymd við meiri kulda. Á móti kemur, að næmi rafhlaðna gagnvart kulda, á eftir að aukast eftir því sem framfarir verða í gerð þeirra. 

Tómt mál er að tala um flug á langleiðum yfir hafið, bæði hvað varðar hraða og langdrægni. 

Notkun vetnis hlýtur að koma fljótlega og hugsanlega aukið drægnina. 


mbl.is Nýjar vélar gjörbylti innanlandsflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er hun með drægni að varaflugvelli ef ólendandi er í ejum.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.11.2020 kl. 08:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og er, hefur hún drægni frá Eyjum upp á Bakkaflugvöll eða Hellu eftir misheppnað aðflug í Eyjum, eða frá Reykjavík til Keflavíkur eða Sandskeiðs eftir fráhvarf frá Reykjavíkurflugvelli. 

Ómar Ragnarsson, 26.11.2020 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband