Henry Ford varð ríkastur en endaði við gjalþrots dyr.

Uppgangur Elon Musks minnir um margt á uppgang Henry Fords fyrir réttum hundrað árum.  

Báðir Ford T hratt byltingu af stað 1908 og réttum hundrað árum síðar var Elon Musk að hrinda af stað Tesla S. 

Þessi tveir tímamótabílar voru gerólíkir enda leiðin til velgengni ólík. 

Vélfræðileg snilli Fords og brautryðjendastarf í notkun færibanda kom á réttum tíma, þegar það var ekki að færi alþýðu manna að eignast bíl.  

Ford tókst að hanna einfaldasta, hagkvæmasta, léttasta, sterkasta og ódýrasta bílinn á markaðnum og færibandið gaf færi á lægri sem varð margfalt lægra en nokkur hafði getað ímyndað sér. 

Bíllinn varð merkasti bíll aldarinnar og 1923 var meirihluti bíla heims af gerðinni Ford T. 

Tesla S var gerólíkur bíll hvað varðaði verð og fjölda framleiddra eintaka. 

En eins og Ford T fól hann í sér byltingu í hugsun varðandi hönnun. Í þetta skipti ekki í því skyni að einfalda hönnunina beinlínis til aða gera hana ódýrari, heldur til þess að þetta yrði fyrsti rafbíllinn í heiminum, sem byggðist að engu leyti á þeim kröfum sem bensínbílar þurfa að hlíta, að vera með bulluhreyfil fremst í bílnum og eldsneytisgeymi aftarlega. 

Í raun hafði bulluhreyfillinn komið í staðinn fyrir hestinn, en næst merkasti bíll 20. aldarinnar, Mini, markaði tímamót varðandi það að "hesturinn" þyrfti ekki endilega að vera langsum í bílnum, heldur gæti hann alveg eins verið þversum. 

Í rafbíl er hægt að hafa hreyflana í hjólunum ef menn vilja það, og rafhlöðurnar, sem eru þungar, því miður, eru staðsettar þar sem þær gefa færi á því að botninn og bíllinn allur hvelfist um þær. 

Þegar Tesla 3 er skoðaður, sést að hann verður fyrir bragðið léttari en sambærilegir bílar, hann er með lægsta loftmótstöðustuðul í bransanum, aðeins 0,23 cx, og vegna þess hve hann er lágur og þar með með minni heildarloftmótstöðu; - loftruðningsflatarrmál x CX (frontal area x CX), - eyðir hann minni orku og kemst hraðar en keppinautarnir. 

Nú eru að birtast rafbílar með svipaða hugsun í kjölfarið, svo sem VW ID.3 með sinn MEB undirvagn, en Tesla heldur sínu. 

Að vísu er kannski ekki lagt mikið upp úr samsetningu og áferð (fit and finish), en á móti angar bíllinn af stórkostlegu hugviti í smáu og stóru. 

Til dæmis eru engir hnappar í öllu mælaborðinu á Tesla 3, og sá sem sest í fyrsta sinn inn í bílinn skilur hvorki upp né niður í því að engin leið er að sjá hvar loftræstingin er. 

Ford T varð skyndilega of grófur og einfaldur á árunum 1925-27 og Henry Ford missti þar að auki tökin á framleiðslunni á efstu árum og var við gjaldþrotsdyr eftir Heimsstyrjöldina. 

Hvort eitthvað slíkt eigi eftir að henda Elon Musk er óvíst, því það hefur gengið á ýmsu hjá honum.  


mbl.is 700% hækkun á gengi Tesla árið 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta finnast mér frábærar pælingar. Takk fyrir þær.

Elon Musk er Ford okkar tíma.

Með PayPal að baki gerir hann það ómögulega. Að bylta öllu sem við áður trúðum vera óbreytanlegt. Og svo er hann með Space-X!

Eldstólpi í eyðimörkinni!

Halldór Jónsson, 30.12.2020 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband