Framundan er langhlaup þar sem hver kafli er mikilvægur.

Vel þarf að vanda til upplýsingagjafar og verklags við bólusetningarnar á hinu nýja ári, sem kannski verður kennt við þær. 

Um þau mál gildir svipað og um mörg önnur, að enda þótt meirihluti þjóða Evrópu sé í ESB, er það í gegnum aðild okkar að Lyfjastofnun Evrópu, sem við erum samferða þjóðunum sem eiga aðild að henni, en það eru miklu fleiri þjóðir en þær sem eru í ESB. 

Svipað er að segja um ýmislegt, svo sem Evrópuráðið og Mannréttindadómstólinn í tengslum við það, en við urðum aðilar að Evrópuráðinu eins og aðrar Evrópuþjóðir áður en ESB varð til. 

Nær öll lönd í Evrópu eru aðilar að Evrópsku flugmálastofnuninni og Alþjóða flugmálastofnuninni, og sú síðarnefnda var fyrsta alþjóðlega stofnunin, sem við við afsöluðum hluta af okkar ríkisvaldi til árið 1944.   

Nú er vandasöm stefnumörkun framundan í bólusetningarmálum og verður að vona að vel takist til og fella dóma um framgöngu íslenskra stjórnvalda þegar kemur í ljós, hvernig tekst til. 


mbl.is Hafa ekki rætt veitingu bráðaleyfis á undan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að við höfum klúðrað því með þessari eltingu á ESB í stað þess að vera sjálfstæður samningsaðili í kaupum á bóluefni .

Halldór Jónsson, 3.1.2021 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband