Eyjafjallajökulsgosið 2010 hratt af stað ferðaþjónustusprengju. Hvað nú?

Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 væri margfalt meira en það smágos, sem nú er hafið í Fagradalsfjalli, og hið stóra eldfjall stöðvaði með öskufalli sínu flug um allan heim, kom Eyjfjallajökull nafni Íslands á allra varir um heimsbyggðinni á þann hátt, að það hratt af stað mestu efnahagsuppsveiflu í sögu Íslands.  

Eldgosið nú er án öskukfalls og flokkast því kannski undir hugtakið túristagos og gæti orðið akkur bæði fyrir nálæga byggð og jafnvel allt íslenska hagkerfið þegar heimsfaraldrinum linnir. 

Ótal spurningum varðandi faraldurinn og eldgos framundan er þó ósvarað. 

En hér á síðunni var því spáð fyrir nokkrum dögum, að umbrotahrina undanfarinna fjórtán mánaða markaði tímamót í eldvirknissögðu Reykjanesskaga og að framundan kynnu að vera nokkrar aldir með álíka umbrotahrinum og lauk árið 1240. 


mbl.is Myndband: Eldarnir í nærmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband