Kúvendingar kuldatrúarmanna næstum því dag frá degi.

Þeir sem andæfa aðgerðum til að hraða orkuskiptum, stunda furðulega kollhnísa í loftslagsmánnlum í blaðagreinum þessa dagana. 

Varla var Jónas Elíasson búinn að birta það í upphafi sinnar greinar, að ekkert hefði hlýnað hér á landi síðustu hundrað ár og bætt þar með í kórsönginn um að loftslag fari ekkert hlýnandi, en að Haukur Ágústsson birtir grein í Morgunblaðinu, í dag sem ýmsir bloggverjar taka sem fagnaðarerindi, að vaxandi koldíóxíð í andrúmsloftinu sé ekki orsök hlýnunar, heldur öfugt, fyrst hlýni og valdi vexti koltvísýríngsins.   

Nú er úr vöndu að ráða fyrir þá sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að minnka útblásturinn með því að framleiða rafhlöður fyrir bíla eins og Toyota ætlar.  

Hin nýju og mótsagnarlegu fræði um samhengi hlutanna í loftslagsmálum trufla heldur betur og skekkja myndina af þeim dag frá degi.

Og nýbúið að skrifa ótal greinar með "sönnunum" þess að loftslag fari kólnandi og að mælingar og myndir af íslensku jöklunum séu falsaðar.  


mbl.is Toyota setur milljarða í framleiðslu á bílarafhlöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loftslag hlýnar alltaf að vori og kólnað svo aftur að hausti. Hélt að allir vissu það!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband