Aðalvandinn er veldisvaxandi neysla og orkubruðl.

Það hefur blasað við jarðarbúum að megkn áskorun og vandi 21. aldarinnar er ásókn í helstu auðlindir jarðar, sem eru óendurnýjanlegar. 

Og það sem verra er, ásóknin og neysluvöxturinn er í í veldisvexti. 

Allt virðist snúast um að hver þjóð fyrir sig finni einhverja þá leið til að búa til tölur, sem hróflar sem allra minnst við því lífsnauðsynlega meginmarkmiði að minnka neyslu. 

Í löndum þar sem engin fólkfjölgun hefur verið síðustu áratugi halda neyslan og orkunotkunin samt áfram. 

Erlendum áhrifamönnum er að sjálfsögðu sýnd Hellisheiðarvirkjun og Carbonfix, en þess í engu getið að orkuöflunin á vírkjanasvæðinu er hreinasta qog niðurdælingin er ennþá aðeins örlítið brot af því sem þarf. 

Mest allt talið að undanförnu hefur snúist um það sem höfuðnauðsyh að auka bruðlið með orkuna, ef ekki með stórfelldum virkjunum, heldur líka með tröllslegum sæstrengjaframkvæmdum. 

Dæmi um það þegar talað er um að það sé örstutt leið frá Íslandi til Grænlands, en ekki haft fyrir því að skoða leið sæstrengs þá leið, sem er er næstum þrisvar sinnum lengri frá Suðurnesjum til Narsassuaq heldur en frá Hornafirði til Færeyja.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna hlaðast upp fatafjöll í Afríku og hvers vegna þarf að endurnýja allar tölvur og snjallsíma þriðja hvert ár svo að dæmi séu tekin?

Mér þykir það ótrúlegt en hef fyrir satt að fimmtán gámaskip frá Austurlöndum brenni jafnmiklu eldsneyti og allir fólksbílar heimsins. 

Hefur fólk of mikla peninga á milli handanna og veit ekki hvað á að gera við þá?

Ekki býst ég við að þeirri spurningu sé svarað játandi, en af hverju stafar allt þetta bruðl?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 20.10.2021 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband