Hluti af risastórri tæknibyltingu.

Það var ýmist hlegið að þeim eða þeir aumkaðir sem roguðust með níðþunga og stóra farsímahlunka í upphafi þeirrar byltingar, sem þeir voru upphaf að. 

Enn meira hefði verið hlegið ef einhver hafði vogað sér að spá fyrir um það sem síðar hefur orðið og þykir ekki tiltökumál, heldur næstum því lögmál, að framfarirnar á þessu sviði yrðu svo örar, að nýjustu og flottustu græjurnar drægjust strax aftur úr og yrðu næstum úreltar.

Nýjustu rafbílarnir bera keim af þessu, jafnt þeir dýru eins og Kia EV6, eða þeir ódýrustu eins og Citroen Ami, Invicta D2 og komandi Dacia Spring. 

Stóra spurningoin varðandi KIA EV6 er hve þungur hann verður. Audi E-tron 55 var 2,7 tonn og sú mikla þyngd stóru rafhlaðnanna, sem því réði, reyndist dragbítur. 

En nú er að koma léttari E-tron, næstum 600 kílóum léttari þrusubíll.

Við nánari athugun kemur í í ljós að Kia EV6 er álíka mikið léttari, eða um 2200 kíló.  Með því að nýta vel alveg nýjan og sérhannaðan undirvagn fyrir rafafl eingöngu næst greinilega mestur árangur og líkast til er loftmótstaðan líka afar lítil.   

 


mbl.is Kia EV6 bíll ársins í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband