Nýyrði, að trumpast í staðinn fyrir að trompast?

Rætt hefur verið um það að Donald Trump muni hugsanlega breyta einhverju vegna þess hve herfilega útreið margir af þeim sem hann studdi mest í kosningunum fengu. 

Þegar litið er yfir feril Trumps er það hins vegar ólíklegt, og það hvernig hann trompast nú og kennir öllum öðrum en sjálfum sér um það hvernig kostningarnar fóru benda ekki til neinna breytinga á aðferðunum til að verða forseti aftur. . 

Trump hefur aldrei viðurkennt neitt annað en að hann sé óskeikull og ósigrandi, jafnt í ótal gjaldþrotamálum á ferlinum og síðustu forsetakosningum sem öðru. 

Hann varð þekktur fyrir lýsingu sína á því hvernig hann fylgist náið með öllum þeim, bæði samherjum sem öðrum, og færir til bókar allt neikvætt, sem hægt væri að nota um hvern þann sem gæti staðið í vegi fyrir frama hans. 

Hann var strax byrjaður að hundelta Barack Obama í upphafi ferils hans og leggja í einelti, og gerði það sama við Joe Biden áður en nokkur veðjaði á hann sem komandi frambjóðanda. 

Trump er þegar byrjaður að hóta samflokksmanni sínum, Ron DeSantis öllu illu, bara vegna þess hve honum gekk einna best af Republikunum í kosningunum núna. 

Fræg varð símahótunin þar sem viðmælandinn átti að hafa verra ef, nema hann fyndi rúmlega 1200 ógild atkvæði ef rétt er munað. 

Grunnaðferðir Trumps munu ekki verða lagðir til hliðar, af því að hann er svo mikill snillingur að eigin óskeikula dómi, að langlíklegast er að hann noti þær áfram í hvívetna í aðdragandunum að því að verða forseti á ný 2024.  


mbl.is Trump „æfur og öskrar á alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nú ekkert tíst í svindlurunum sem elska peningaguðinn með loffti og láði.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2022 kl. 00:19

2 identicon

Rauða bylgjan sem boðuð var er að breytast í gárur. Úrskurður hæstaréttar

í þungunarrofsmálum og meinlokutuðið um kosningasvik virðast vera að opna

augu Bandaríkjamanna fyrir því að lýðræðið er fjöregg sem þarf að verja.

Ástæða er til bjartsýni fyrir hönd Bandaríkjamanna og alþjóðasamfélagsins

í kjölfar þingkosninganna.

magnús marísson (IP-tala skráð) 11.11.2022 kl. 10:42

3 identicon

Af hverju ertu að lepja upp lygarnar út vinstri lygsmiðlunum Ómar ?

Trump studdi 83 frambjóðendur og 80 þeirra náðu kjöri !!!

Þeir sem hinsvegar hann setti sig uppá móti töpuðu allir .

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 11.11.2022 kl. 11:39

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sammála öllum hérna nema Magnúsi Maríssyni. Það er ástæða til svartsýni fyrir hönd Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagsins. Það er ekkert lýðræði til lengur. Það er ekki nema eðlilegt að afleiðingarnar af Covid-19 séu komnar í ljós, fyrsti sýklahernaður á 21. öldinni og stórfelldari fjöldamorð en í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni, sérstaklega hannað til að fækka kjósendum Trumps og koma honum frá völdum. Talið svo um lýðræði. Bill Gates hefur hagnazt gríðarlega í kjölfar kófsins, Soros og fleiri slíkir. Þeir allra ríkustu verða stöðugt ríkari, hinir verða fátækari. Talið svo um lýðræði og að Trump sé ógn við lýðræðið. Donald Trump er bjargvættur heimsins ásamt Pútín, þessir menn sem ógna peningaræðinu, Bill Gates og slíkum, sem stjórna fjölmiðlum heimsins, skoðunum langflestra, og auka aðeins völd sín, vilja koma örflögumerkingum í fólk svo hægt sé að flokka það og njósna. 

Innrásin í Úkraínu var skipulögð af spillingaröflum á Vesturlöndum. Hún er ógn við vestrið og mannkynið allt en ekki af þeim ástæðum sem haldið er fram.

Kosningaúrslit í Bandaríkjunum eða annarsstaðar í "lýðræðisríkjum" verða sífellt falskari, undarlegri og vitlausari af mörgum ástæðum, meðal annars vegna óvirkra kosningavéla sem eru rafrænar, og hægt er að stjórna með ofurtölvum. Svoleiðis mál komu upp í þessum kosningum og eru ekki útkljáð enn. Talið svo um lýðræði!!! Er þetta brandari?

Bandaríkjamenn fengu aukna hjarðhegðun en ekki hjarðónæmi eins og við. 

Ingólfur Sigurðsson, 11.11.2022 kl. 15:08

5 identicon

Þetta heilalausa trumpistapakk er með hreinum ólíkindum.  Þvílíkt safn af hálfvitum.  Biden er elliær skarfur og stígur ekki í vitið en Trump er illur inn að bein, narsisist dauðans sem myndi myrða sína nánustu fyrir völd og þessu ógeði fylgið þið bæði sjónlaus, blind og siðlaus.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.11.2022 kl. 21:49

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Einn í athugasemdum í DV kallaði Biden ljós heimsins! Það mætti halda að hér á Íslandi séu jafn eldheitir aðdáendur Bidens og Trumps og í Bandaríkjunum. 

Ég viðurkenni að Joe Biden á margt gott til. Ég er sammála honum í umhverfismálum.

Vandinn með þessa Biden-dýrkendur er að þeir efast ekki um hatursáróðurinn sem dynur á Donald Trump. Donald Trump er ekki það skrímsli sem sumir halda. Það getur vel verið að hann sé sjálfhverfur og sjálfselskur, en það er það allir uppað einhverju marki.

Bjarni segir að Trump myndi myrða sína nánustu fyrir völd. Það er nú heldur mikið sagt. Það væri þá búið að grafa það upp og finna það á hann, óvinir hans reyna að finna allt á hann.

Sumir sjá ekkert neikvætt við Joe Biden á þessu landi. Þegar fjallað var um það að hann kallaði á látna konu í þinginu í vetur sagði einhver að það væri eðlilegt miðað við aldur hans. Já, en fólk er ekki allt gleymið á efri árum. Ekki var afi minn þannig fyrr en eftir 95 ára.

Ef Joe Biden er kominn með elliglöp er eðlilegt að efast um að hann valdi embættinu.

Tæplega hægt að segja það um Trump. 

Það er þó gott að Donald Trump kemur enn blóðinu á hreyfingu í fólki. Hann gæti kannski náð kjöri á Íslandi ef hann kemst ekki að í Bandaríkjunum?

Ingólfur Sigurðsson, 11.11.2022 kl. 23:50

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

líttu á pistil Jóns Magnússonar, Ragna. Hann verður seint kallaður vinstri lygamiðill, var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hefur verið mjög á línu þeirra, sem andæfa því sem þeir segja að sé alltof mikill straumur flóttamanna og innflytjenda hingað til lands. 

Ómar Ragnarsson, 12.11.2022 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband