Verður örvæntingu í orkumálum jarðarbúa afstýrt?

Gott ef það var ekki Albert Einstein, sem sagði fyrir einni öld, að þegar menn vildu bregðast við mistökum, væri það þýðingarlaust ef lausnin ætti að felast í því að nota sama hugsunarhátt og hefði valdið mistökunum. 

Þetta kemur í hugann þegar fréttir af sívaxandi orkukreppu jarðarbúa berast. 

Hugsunin, sem knúið hefur orkuskortinn áfram, er krafan um endalausan hagvöxt og endalausan vöxt neyslu, helst með veldisvexti. 

En um auðlindirnar, sem krafist er að verði nýttar æ skefjalausara, gildir máltækið að "eyðist, sem af er tekið" og þar með að með því að herða á neyslukröfunni er aðeins verið að bæta í hin upprunalegu mistök. 

Við kortlagningu á helstu auðlindum jarðar, sést að olía, kol, vatnsafl, jarðvarmi, etanol, kjarnorka og fleira koma til greina, en engin þeirra dugar til allsherjar lausnar. 

Meira að segja núverandi kjarnorkunýting með notkun plútóns, dugar ekki, því að plútóníum er aðeins til´í takmörkuðu magni, og því ekki endurnýjanleg orka á ferð þar til framtíðar. 

Í nokkra áratugi hefur verið rætt um að fara yfir í notkun þóríum til kjarnorkuframleiðslu, en engin lausn er í sjónmáli, enda hefur þóríum þann "galla", að ekki er hægt að búa til atómsprengjur með því að nota það.  

Sveltandi jarðarbúar mega ekki sjá af ökrum sínum til að rækta hráefni fyrir eldsneyti. 

Þegar kjarnorkuver komu til sögu fyrir um sextíu árum, var sagt að þarna væri komin endanleg lausn og að þess vegna þyrftu Íslendingar að flýta sér að nýta sem hraðast allt vatnsafl landsins til að missa ekki af orkustrætisvagninum!

"Stórkoastleg vísindauppgötvun" eru orð, sem hafa heyrst áður sem töfralausn, án þess að það hafi breytt neinu.  Best að anda með nefinu nú sem endranær. 

 

 


mbl.is „Stórkostleg vísindauppgötvun“ boðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þessi hugmynd um að hagvöxtur geti ekki verið endalau.  Hagvöxtur getur nefnilega verið endalaus og þarf ekki þýða rányrkju eða eyðingu jarðar.  Þannig er nú uppskera á hvern fermetra margföld á við það sem hún áður var. Tækniframfarir hafa gert fáum höndum kleyft að framleiða það áður þurfti margar hendur til.

Framfarir er hagvöxtur og hagvöxtur eru framfarir.

Bjarni (IP-tala skráð) 12.12.2022 kl. 16:58

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Danir eru á þessari vegferð.

https://www.seaborgtech.com/our-technology

Kínverjar eru að keyra tilraunar thorium orkuver í Gobi eyðimörkininni.

https://www.powermag.com/china-approves-commissioning-of-thorium-powered-reactor/

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.12.2022 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband