Vindstefnan í mörgum hæðum eru líklega helsta viðfangsefnið vegna Öskju.

Öskjugos eftir 1875 hafa verið frekar litil hraungos, og komi kvika upp á þurru landi, er ekki nærri eins mikil hætta á ferðum og ef gjóska kemur upp í tengslum við Öskjuvatn. askja_her_ubrei_wattsfell_1313297

Hraungosið 1961 er dæmi um fyrri möguleikann, en gos líkt og varð 1875 yrði margfalt viðsjárverðara. 

Þá gæti mðkkurinn náð  drjúgt upp fyrir flughæð millilandaþotna, og askan hefur áður náð alla leið til Póllands. 

Allir möguleikar til rýmingar vegna öskugoss ráðast af dreifingu og þykkt öskunnar líkt og var í gosunum í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011.  

Jónas heitinn Elíasson hannaði afar hagkvæm og notadrjúg mælingartæki sem reynd voru í gosinu í Grímsvötnum og einu gosi í Japan.  

Ef sú reynsla verður ekki prófuð í næsta öskugosi hér á landi er skarð fyrir skildi. 


mbl.is Kvika mögulega á litlu dýpi: Askja undirbýr sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband