Tap af mismunandi tagi.

Þegar meta á tjón fólks vegna taps á innistæðum í bönkum getur verið talsverður munur á eðli tapsins. Ef á bak við innistæðuna liggur mikil og áralöng, jafnvel áratuga löng vinna líkt og er hjá þýsku fjölskyldunni sem tapaði sparnaði sínum, er full ástæða til að hafa samúð með því. Þetta er hægt að segja um tugþúsundir Íslendinga og útlendinga.

Síðan eru hinir sem tóku áhættu og fóru að því leyti í fjárhættuspil með stórar fjárhæðir og töpuðu þeim síðan. Í sumum tilfellum lá lítil vinna að baki og þess vegna segja upphæðirnar ekki alla söguna um tapið. Ég nefni eitt einfalt dæmi.

Íslendingur einn hefur barmað sér mjög undanfarið yfir því að vera kominn á vonarvöl eftir að hafa tapað tuttugu milljónum króna á einum degi. Þegar dæmi hans er skoðað nánar sést að hann átti átta milljónir árið 2000 og ákvað þá að setja þær í áhættufjárfestingu sem skilaði svo góðum arði að í haust var heildarsparnaður hans kominn í 30 milljónir.

Af þessum 30 milljónum tapaði hann 20 milljónum og á því eftir 10 milljónir, sem er svipuð upphæð og hann lagði upp með. Hann hefur því í raun ekki tapað neinu, heldur aðeins áhættufénu.

Þegar rætt er um milljarða tap manna sem notuðu bókhaldskúnstir, uppblásna viðskiptavild, millifærslur og eignatilfærslur til að spóla upp tugum milljarða, má í mörgum tilfellum líta svo á að í raun hafi aldrei verið um svo háar upphæðir að ræða, heldur huglæg verðmæti sem nánast gufuðu upp þegar blásið var á þau.

Það er mikill munur á slíku tapi og tapi alþýðufólksins sem lagði áratuga vinnu í að eignast öruggan bakhjarl til framtíðar.


mbl.is Reiðir þýskum stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála því Ómar að það er sárt fyrir fólk að missa það sem það hefur nurlað saman. Ég lagði fyrir fjárhæð í peningasjóð í SPRON sem átt að fara til þess að greiða skatta núna í haust. Sá sjóður er enn frosinn og ég þarf að nota heimilispeninganna til þess að greiða skattinn. Ekki gott en lítilvægt miðað við vanda annarra.

Markmið útrásarfurstanna var að ná verðmætum af öðru fólki. Hvernig áttu þeir annars að verða ríkir. Peningar verða ekki til úr engu.

Og svo má merkja að þú ert ekki hagfræðingur. Maðurinn tapaði því sem hann hefði fengið ef hann hefði verið með peninganna sína í vinnu annars staðar.

Það má velta því fyrir sér hvort að þessi ofuráhersla á bankastarfsemi hafi ekki dregið úr öðru framtaki. Að fólk hefði sett peningana sína í betri vinnu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta síðasta finnst mér léttvægt þegar tekið er tillit til þess að maðurinn átti 10 milljónir í lokin, svipað og í upphafi ef miðað er við verðgildi. Ef of margir barma sér og kveinka sem ekki fóru í raun eins illa út úr þessu og þeir sem hafa misst allt sitt, og reyna að koma ár sinni fyrir borð, mun það bitna á þeim tugþúsundum sem sannanlega áttu engan þátt í dansinum í kringum gullkálfinn og höfuðatriði er að rétta hjálparhönd.

Ekki veitir af allri þeirri hjálp sem möguleg er til að hjálpa þessu nauðstadda fólki.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Punkturinn hjá mér er að menn hafa verið að leggja mikla fjármuni í bankakerfið en á sama tíma hunsað aðra valkosti. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina sem heild. Nú sitja þúsindir einstaklingar upp með engin verkefni.

Það var verið að legga áherslu á vitlaus viðfangsefni.

Nú þarf að hugsa og gera atvinnulífið upp á nýtt. Finna leiðir til þess að nýta auðlindir okkar á vistvænan hátt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir sem hafa setið að völdum hafa keyrt yfir þjóðina á sínum stórvirku vinnuvélum í staðin fyrir að styðja það að þjóðin noti það sem hún hefur á milli eyrnanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband