Drep og aflimun?

Fáar þjóðir, ef nokkrar, eru háðari eðlilegum milliríkjaviðskiptum en við Íslendingar. Straumur gjaldeyris og þarmeð fjármagns er það sama og blóðstraumur fyrir líkama. Þegar blóðstraumurinn minnkar eða stöðvast endar slíkt ástand ef það fær að magnast með því að drep kemur í viðkomandi hluta líkamans og taka þarf af limi.

Fótur, sem drep er komið í, er sama og dauður, verður aldrei lífgaður aftur við. Heldur ekki líkami sem blóðstraumurinn hefur stöðvast í.

Ég sé á blogginu að menn efast um að Vilhjálmur Egilsson viti hvað hann sé að segja af því að hann hafi ekki fylgst með ástandi fjármálastofnananna né varað við því.

Ég spyr á móti: Er vitað um einhvern annan mann sem veit betur um ástandið hjá atvinnufyrirtækjunum en Vilhjálm Egilsson, manninn sem hefur af því starfa að fylgjast með því sem best fyrir hönd samtaka sinna?

Afneitun á því sem Vilhjálmur er að segja líkist afneitun áfengissjúklingsins sem dregur umsögn sérfróðs læknis í hjartasjúkdómum um ástand hjarta- og æðakerfis hans, í efa af því að þessi læknir hafi ekki úttalað sig um ástand beina og sina.

Það hefur þegar liðið allt of langur tími, mánuðir og jafnvel ár, sem ekki hefur verið hlustað á aðvörunarraddir þeirra sem nú hefur komið í ljós að höfðu alltaf rétt fyrir sér.

Því lengur sem veruleikafirringin heldur áfram, því svakalegri verða afleiðingarnar.


mbl.is Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér og ég kommentaði á þetta hjá henni Láru Hönnu áðan.. Þótt ekki sé ég sammála Vilhjálmi í pólitík.. þá ætla ég ekki að reyna að hafa vit fyrir honum þegar kemur að þessum lið í okkar efnahagsmálum. 

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Því miður hefur þú 100% rétt fyrir þér Ómar. 

Mín spurning er sú sama og fyrir ári síðan: 

Af hverju er þetta fólk látið sitja áfram í embættum sínum?  Við vitum öll að því lengur sem þetta fólk situr; ríkisstjórn, Alþingi (gömlu flokkarnir), fjármálaeftirlitið, bankastjórnir og bankaráð - þá mun drepið færast um æðakerfið og á endanum verða líkamanum að aldurtila. 

Burt með spillingarliðið og setjum utanþingsstjórn í 2 ár og HREINSUM TIL!

Baldur Gautur Baldursson, 16.11.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Á námskeiði hjá SSÁ sem ég fór á, var fjallað um meðvirkni. Vilhjálmur Egilsson er meðvirkur, hann neitar að horfast á við vandamálið hjá fylliröftunum, sem sett hafa þjóðarbúið á hausinn, samkvæmt hans ráðgjöf sem alþingismanns, formanns Verslunarráðs og nú sem framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.

Rúnar Sveinbjörnsson, 16.11.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband