Aftur fyrir 1980.

Samdráttur hjá RUV eru slæmar fréttir fyrir landsbyggðina. Ég minnist þess hvað útsendingar hjá RUVAK þóttu mikið framfaraspor og sjálfur orðaði ég það árið 1985 við þáverandi útvarpsstjóra að ef þurfa þætti gæti ég hugsað mér að ég til þess að flytja norður og taka til hendi á Akureyri. Af því varð ekki og kannski sem betur fer.

Á árunum fyrir 1980 og fyrstu árum mínum á Stöð tvö kom það í minn hlut að sinna þörfum landsbyggðarinnar frá Reykjavík og endasendast um landið. Það var mjög gefandi starf þótt það væri oft erfitt.

Laun hjá flestum starfsmönnum RUV hafa verið lág alla tíð og ekki batnar það með því að lækka þau á sama tíma og verðbólga rýkur upp. Einn af starfsmönnum RUV hér fyrr á tíð lýsti kjörum almennra starfsmanna þannig: "Það þarf sterkefnaða menn til að vinna hérna."

En RUV hefur löngum verið gagnrýnt fyrir að fara fram úr í rekstrinum og staðan því vafalaust þröng. Bara að það sé nú sparað á réttum stöðum.


mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtið hvernig niðurskurður fjölmiðla bitnar alltaf harðast á fréttum!

Hefði haldið að fréttir ættu að vera aðalsmerki miðla. Enn einu sinni þurfa þeir sem eftir sitja á miðlinum að taka á sig meiri vinnu fyrir lægri laun,

Skyldi það koma niður á fréttaflutningi? Ætli kranablaðamennska aukist? Hvaða fjölmiðlar hafa getu til að kafa ofan í málin, rannsaka og grafa upp?

Fréttastofur landsins hafa verið fáliðaðar og févana lengi. Ekki furða að þær hafi brugðist í aðdraganda bankakreppunnar.

Nú verða þær enn fáliðaðri og útlit fyrir að engin fréttastofa hafi burði til að setja fréttamenn í erfiða rannsóknarvinnu. 

Samkvæmt upplýsingum frá blaðamannafélaginu hefur um 70 fréttamönnum af þeim rúmlega 400 sem störfuðu í byrjun árs verið sagt upp störfum. Það er tæplega 20% af stéttinni! Þá eru ekki taldir með þeir fréttamenn sem voru í félagi fréttamanna. 

Blaðamannastéttin er því ásamt byggingariðnaði og bankastéttinni sú stétt sem fer hvað verst út úr þessari kreppu.

Verðum við þá að treysta á að stjórnmálamenn segi okkur sannleikann og grafi upp hvað fór úrskeðis í aðdraganda kreppunnar?

Ja, hérna

Lára (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ómar. Þetta er sannarlega skref aftur í tímann. Við vitum það báðir hvers virði það er að hafa svæðisstöðvarnar. Nú er afbragðs fólk með sérþekkingu að hverfa á brott úr fjölmiðli sem hefur haft þá sérstöðu að þjóna landinu öllu enda í eigu ríkisins og í þágu allra landsmanna. Þetta er til skammar.

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 15:26

3 identicon

Ég er orðinn barn á ný!  Brandarinn um að áttundi áratugurinn sé kominn aftur er orðinn að veruleika.  Þetta var fyndið fyrir nokkrum vikum en guð minn góður.  Auðvitað er þetta hræðilegt.  Ólst upp á Akureyri og man vel eftir þegar "útvarp Reykjavík" varð líka "útvarp Akureyri".  Akureyringar og norðanmenn voru stoltir af því framfaraskrefi.  Get vel ímyndað mér að Vestfirðingum og Austfirðingum hafi liðið svipað. 

Finn til með fólkinu sem er að missa vinnuna.  Verð þó að viðurkenna að mér hefur fundist íþróttadeildin vera ansi mannmörg miðað við afköst, þar hefur líklegast mátt hagræða.  Með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem þar vinnur. En að skera af landsbyggðarþjónustu RÚV er óskiljanlegt.  Verður miklu dýrara fyrir RÚV að keyra upp þá þjónustu aftur ef þeim dettur það þá nokkurn tímann í hug.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eftir launalækkunina hjá RÚV verða laun útvarpsstjórans um 70% hærri en laun ríkisforstjóra.

Þorsteinn Briem, 28.11.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Ekki vorkenni eg útvarpstjóra hann hefur nú Ríkisbifreið Er ekki þjóðin á bísanum

Sigmar Ægir Björgvinsson, 28.11.2008 kl. 17:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bíll útvarpsstjóra var keyptur á kaupleigu. Afborganir eru 200 þúsund krónur á mánuði.

Maðurinn er snobbhænsn af verstu sort.

Þorsteinn Briem, 28.11.2008 kl. 17:30

7 identicon

Fast þeir sóttu sjóinn Suðurnesjamenn en nú er það orðin klisja eins og marg annað hér suður með sjó. Nær væri að vitna til lagstúfsins - það gerðist hér suður með sjó að Siggi á Vatnsleysu dó og ekkjan hún Þóra, var ekki að slóra, til útfararveislu sig bjó. Nú eru 1012 manns atvinnulausir á Suðurnesjum og er engin smá biti til að kynga í svona litlu byggðalagi.

Laun yfirmanna Ríkisútvarpsins sem eru frá 870 þúund krónur á mánuði verða teljast lítil í samanburði við laun forkólfa verkalýðshreyfingarinnar en laun þeirra manna ná allt að 1700 þúsund krónur á mánuði. Það hlítur hver heilvita maður að sjá að ekki getur verkalýðshreyfingin gengið um með betlistaf í baráttuinni fyrir velferð almennings.

Forkálfar útvarpsins eiga sér málsbætur að flytja fréttir og eins og segir þarf hverjum höfðingja að fylgja eitt skáld til að skrásetja sigranna. Við alþýðan horfum upp á það að loksins fengu breiðu bökin láglaunafólkið að horfa á aðra betur setta að bera byrðarnar með þeim. Nú heyrast harmakvein úr öllum áttum þar sem hver og einn er svo margtengdur inn í fjölmiðlanna að ómur hans ekki bara sterió heldur víðóma í öllum sínum skilningi. 

Lausnin á vandanum í dag væru auðveld ef ekki væru sérhagsmunir standandi í veginum. Ísland býr yfir þvílíkum auðævum að ef einstaklingurinn fengi frið að sækja þau verðmæti sem landið getur og gefur af sér þyrftu engin erlend lán fyrir þessa þjóð. Besta lausnin í þessari kreppu er að losa sig við þessi höft og þetta vald sem skorðar einstaklinginn svo mikið að núna lánlaus er.

 Ef það er eitthvað land í veröldinni sem líkist aldingarðinum Eden þá er það Ísland. En höggormurinn og skemmda eplið hangir í öðru hverju tréi. Varðandi Ríkisútvarpið og Sjónvarp nær sá fjöldi sem gengur hring eftir hring í alla þætti tölunni 200 hundruð? Hvar eru hin 300 þúsundin sem ekki teljast málsmetandi að mati RUV og annara fjölmiðla?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

B.N. Laun útvarpsstjóra eru ekki 870 þúsund krónur á mánuði. Þegar Ríkisútvarpið var gert að ohf. nýlega voru laun hans hækkuð úr um 800 þúsund krónum á mánuði, sem voru laun ríkisforstjóra, upp í eina og hálfa milljón króna á mánuði.

Og það án aukins vinnuframlags
, því útvarpsstjórinn var einnig sjónvarpsþula áður en Ríkisútvarpið var gert að ohf.

Þar að auki fékk útvarpsstjóri til umráða bíl, sem keyptur var á kaupleigu, og afborganir af honum eru 200 þúsund krónur á mánuði.

Þorsteinn Briem, 28.11.2008 kl. 18:54

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skal taka við starfinu, skaffa minn eigin bíl og "sætta ming við" 700.000 á mánuði. Þannig sparast tæpar 14 milljónir á ári. Ég mun efla fréttadeildina og gera hana óháða og stórauka íslenskt efni í dagskránni. Ég hef það á tilfinningunni að Ómar yrði endurráðinn ef hann hefði áhuga.

Hvar sæki ég um?

Villi Asgeirsson, 29.11.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband