Britannica nútímans.

Nú eru 45 ár síðan maður lagði í það átak að kaupa Alfræðiorðabókina Britannicu og hefur hún að vísu dugað furðu vel síðan, en margt í henni þó orðið úrelt með tímanum. Einn af fjölmörgum kostum netsins er sá frábæri möguleiki að geta flett öllum fjandanum upp og kynnst sér alla mögulega og ómögulega huti.

Wikipedia getur líka átt þátt í því að hamla gegn fordómum, sleggjudómum og skaðlegrar fáfræði.

Gildi Wikipediu sem ódýrrar og aðgengilegrar uppsprettu þekkingar er ómetanlegt og því eru það góðar fréttir að þetta sívaxandi alfræðirit standist áhlaup fjármálakreppunnar.


mbl.is Wikipedia festir sig í sessi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Wikipedia er góð að mörgu leyti og nota ég hana óspart. Maður verður þó að gæta sín á því að það er alls ekki allt rétt sem fram kemur á síðum Wikipedia.  Wikipedia er því alls ekki sambærileg við Britannicu, en vissulega mun þægilegri.

Hér á Ars Technica er fjallað um gæðamál Wikipedia. Þar segir m.a:
"... And therein lies the problem. If you keep in mind that anyone, and I mean anyone, can edit a Wikipedia entry, then you are treading on dangerous ground if you're going to cite it as a source of fact. While it's true that errors often get corrected, they don't always, and what happens in the meantime is that bad info sits there, misinforming people".

Vandamálið liggur sem sagt í því að nánast hver sem er getur breytt færslum í Wikipedia og "leiðrétt" eftir sínu höfði.  

Að leita í Wikipedia getur verið gott sem fyrsta val. Maður þarf samt að gæta sín vel á því að upplýsingarnar þar séu réttar áður en þær eru notaðar t.d. sem heimildir.

Ágúst H Bjarnason, 5.1.2009 kl. 14:45

2 identicon

Það er rangt Ágúst að hver sem getur breytt Wikipedia þú verður að geta til heimilda.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Arnar. Ég gat einmitt heimilda í athugasemd minni hér fyrir ofan. Þú smellir bara á krækjuna að Ars Technica.

Hér getur þú lesið hve auðvelt þetta er.  Höfundurinn lýsir því hvernig hann í tilraunaskyni breytti upplýsingum í Wikipedia.  Setti inn smá villur og breytti því síðan til baka nokkrum dögum síðar.

Hér er svo dæmi um beinlínis mannskemmandi rangar upplýsingar um ákveðna persónu.

Sjálfur get ég breytt færslum í Wikipedia, enda hef ég heimild til þess. Hef þó aldrei notfært mér það. 

Ágúst H Bjarnason, 5.1.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ágúst, ertu þá að meina að maður geti farið inn á Wikipedia og breytt einhverjum texta sem annar hefur komið með sem upplýsingar eða getur þú eingöngu bætt inn nýjum upplýsingum? Og er enginn eða ekkert sem samþykkir það sem þarna er sett inn? T.d. ef ku klux klan kæmi með sína útgáfu af sögu svartra í USA sem auðvitað væri lituð af þeirra afstöðu í kynþáttamálum?

Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 16:10

5 identicon

Hver sem er getur breytt hverju sem er án þess að vísa í neinar heimildir. Vissar greinar hafa verið merktar sérstaklega þar sem lokað er fyrir breytingar vegna misnotkunar en annars er þetta algjörlega opið.

Gulli (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:46

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þið eruð að tala um dökku hliðarnar á Wikipediu sem vissulega eru til. Í þeim efnum þurfa aðstandendur hennar að taka til hendi.

Ómar Ragnarsson, 5.1.2009 kl. 19:18

7 Smámynd: Pétur Kristinsson

Var nú reyndar ekki að því Ómar. Hef notað þennan vef mikið en vissi ekki af þessum annmörkum.

Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 19:49

8 identicon

Hér fjallar BBC um úttekt Nature á Wikipedia og Britannica:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/4530930.stm

"Topics in the Nature study were as diverse as the Archimedes Principle and Dolly the sheep. The reviewers were asked to check for errors, but were not told about the source of the information.

The study found only eight serious errors, such as misinterpretations of important concepts, four from each encyclopaedia.

However, Nature also claimed to have found other factual errors: 162 in Wikipedia and 123 in Britannica."

Hér svarar Britannica fyrir sig:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/4840340.stm

Kari Eythorsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:07

9 identicon

Ómar, ég hefði kannski átt að nefna það svona með minni fyrri athugasemd að ég nota wikipedia mikið sjálfur og finnst hún alveg frábært uppflettirit, maður þarf bara að gera sér grein fyrir hvaða hættur eru fyrir hendi. Allt of margir vita því miður ekki af því.

Gulli (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:35

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Wikipedia er mjög góð ef maður gerir sér grein fyrir vanköntunum. Það er helst ef maður ætlar að vitna í heimildir sem maður finnur á Wikipedia sem maður þarf að gæta sín. Þá er betra að reyna að sannreyna upplýsingarnar sjálfur annars staðar. 

Ágúst H Bjarnason, 5.1.2009 kl. 21:40

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Keypti Brittannicuna fyrir mörgum árum. Hún situr nú uppi í hillu í stofunni, en er lítið notuð. Wikipedia á svör við flestu, en eins og kemur fram að ofan er alltaf gott að athuga heimildir. Það er þó alveg eins með Brittannicuna og önnur rit. Ekkert er fullkomið. Stundum er um einföld mistök að ræða en stundum eru ritstjórarnir misvitrir og stundum flækist pólitískur réttrúnaður fyrir.

Allar fréttir ber að taka með fyrirvara, hvaðan sem þær koma. Þetta vissi ég fyrir, en í kjölfar hrunsins varð það augljósara en nokkru sinni, þegar fréttaveitur Íslands, Bretlands og Hollands birtu fréttir sem áttu að fara vel í þegna þeirra landa sem þær starfa í. Sannleikurinn var stundum aukaatriði.

Villi Asgeirsson, 6.1.2009 kl. 07:58

12 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Fyrir rúmu ári síðan gerði IBM könnun á Wikipedia. Niðurstaða þeirrar könnunar leiddi í ljós að villur sem menn settu inn fengu að meðaltali að standa þar í um fjórar mínútur. Þá voru þær leiðréttar. Ég bloggaði um þetta á sínum tíma.

Jón Þór Bjarnason, 6.1.2009 kl. 12:21

13 identicon

Wikipedia er ágæt, en menn verða að taka þeim upplýsingum sem þar liggja með varúð. Það geta verið upplýsingar sem eru úreltar eða rangar, því betra að sannreyna í öðrum og áreiðanlegri heimildum.

Í upphafi læknisfræðináms míns við Syddansk Universitet þá voru nemdendur varaðir sérstaklega við Wikipedia og ekki var mælt með að menn vitnuðu í það sem þar var skrifað, heldur finndu aðarar áreiðanlegri heimildir.

Nils (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband