Fleiri og fleiri hafa tíma til að mótmæla.

Ein skýring þess hve fjölmenn mótmælin hafa verið í vetur og að þeim linnir ekki er mjög einföld. Eftir því sem atvinnulausum fjölgar hafa fleiri tíma til að standa í þessu. Og þeim mun fjölga sem svona verður ástatt um og verður heitt í hamsi.

Á meðan nógu margir eru heitir og hafa efni og ráð á því að fara niður í miðborg Reykjavíkur mun þetta halda áfram á meðan tilefni er til. Ekki þarf að kaupa hljóðfæri eða magnarakerfi til að hafa hátt. Allir eiga búsáhöld.

Eina krafan, sem hefur verið hrópuð í allan vetur og stendur út af í heilu lagi er krafan um afsögn stjórnar Seðlabankans.

Kröfunni um að ríkisstjórnin segði af sér hefur hins vegar ekki verið fullnægt nema að hluta til. Enn eru ráðherrar í ríkisstjórn sem líka voru í fyrri ríkisstjórn og best hefði verið að ríkisstjórnin hefði verið endurnýjuð frá grunni og það hefði helst verið utanþingsstjórn sem tók við.


mbl.is Mótmæla aftur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

best hefði verið að ríkisstjórnin hefði verið endurnýjuð frá grunni

Ég tek undir þau orð þín Ómar.  Boðaðu byltingu í Íslandshreyfinguna hafðu þar opið prófkjör og láttu listaröðunina stjórnast af atkvæðamagni en ekki fyrirfram ákveðini röðun um það hverjir skuli mega bjóða sig fram í hvert sæti.

Það vantar eitthvað í staðin fyrir gömlu flokkana. Það vantar líka stefnu í úrbætum og aðgerðum. Fólk hefur skoðanir en stjórnmálaflokkarnir hafa ekki tíma til að skoða þær því þeir eru svo uppteknir við það að knésetja hvern annan með pólitískum brellum.

Offari, 9.2.2009 kl. 14:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Persónukjör hefur verið baráttumál mitt í vetur, þó ekki væri nema bara heimild til að viðhafa persónukjör þar sem eingöngu ræður sú röðu sem þeir, er það kjósa, raða frambjóðendum í.

Nú spurningin hvort það verði heimilað. VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa þegar ákveðið prófkjör og þar með aukast líkurnar á því að þeir og aðrir flokkar sem eiga menn á þingi núna viðhafi ekki persónukjör í næstu kosningum.

Ómar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Offari

Það þarf einhver að ríða á vaðið í þeim breytingum sem þarf að gera á lýðræðinu. Íslandshreyfingin getur riði á vaðið og sýnt að þetta er hægt. Hún hefur engu að tapa en gæti hinsvega unnið á með slíkum breytingum.

Ég vill ekki vera flokksbundinn einhverjum flokk til að geta haft eitthvað að segja um hverja hægt verður að kjósa í næstu kosningum. Ég veit reyndar að fjárskortur hráir Íslandshreyfinguna en þannig er Ísland í dag.

Fólk vill afnema auðstjórnun og ef hreyfingin tekst að koma sínum málefnum fram án þess að fá til þess fjármagn er hún líka fær um að stjórna landi án fjármagns.

Offari, 9.2.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veit ekki til að mótmælendur séu að krefjast þess núna að nýja ríkisstjórnin fari frá, hvorki að hluta né í heild, og mér sýnist nú að langflestir séu ánægðir með Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra.

Og Jóhanna sat í síðustu ríkisstjórn.


Hér er þingræði, eins og í flestum lýðræðisríkjum, og Framsóknarflokkurinn bauðst til að verja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli á Alþingi.

Og hún er að hluta til utanþingsstjórn.

Þorsteinn Briem, 9.2.2009 kl. 16:10

5 identicon

Suðurnes karlar 905konur 704 alls 1.609
    
Hér  fyrir ofan eru nýjustu tölur frá Suðurnesjum um atvinnuleysið þar á bæ. Atvinnuleysið þar er það mesta sem mælst hefur hér á landi!!
Hvað ætla sjórnmálamennirnir að segja við fólkið sem býr á þessu svæði í næstu kosningum?
Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir er búin að lofa því að það verði ausið peningum til að halda úti atvinnuleysinu þar sem sýnt er að sjóðurinn mun að öllu óbreyttu tæmast fyrir árslok.
Er einhver með betra tilboð þá raunhæft sem fólkið á  þessu svæði sem dæmi getur horft á með von í hjarta?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:27

6 identicon

Hér fyrir neðan er vefslóðin til að sjá frétt í kvöldfréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. þessi frétt var um fjöldskyldu sem er að berjast fyrir tilveru sinni þ.a.s. að verða ekki atvinnuleysinu að bráð sem nú geysar á Suðurnesjunum.Þessi frétt sagði fleirri orð en töluð voru í fréttinni. 

 http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456517/2009/02/09/6/

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:09

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jóhanna er kannski í svipuðu hlutverki og Hemmi Gunn var í landsliðinu á sínum tíma. Hann var í 14:2 liðinu og líka í landsliðinu sem fékk uppreisn æru þremur árum síðar með því að halda íslenska markinu hreinu.

Ómar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband