Þjóðarfjallið.

Flaug í dag frá Egilsstöðum um Hraunaveitu, Kringilsárrana til Akureyrar.

 

DSCF5121Fór ekki lengra á FRÚ-nni, reyni að spara hana.

Flaug framhjá Herðubreið, þjóðarfjalli Íslendinga og tók meðfylgjandi myndir, sem njóta má betur með því að tvísmella á þær hvora um sig, fyrst einu sinni og bíða, og eftir að hún hefur birst smella einu sinni aftur til að stækka myndina.

Herðubreið myndaðist eins og fjöldi eldfjalla á Íslandi, undir ísaldarjökli á svipaðan hátt og gerðist í Gjálpargosinu norður af Grímsvötnum 1996, en þar grófst eldfjallið í ís eftir gos.

Herðubreið er það mikið eldfjall að tindur þess stóð upp úr ísnum svo að þar myndaðist fallegur eldgígur í lok myndunar fjallsins. 

Er varla nokkur slík fjöll önnur að finna í heiminum á jafnmiklu sléttlendi og Herðubreið stendur.

Í gróðurvininni Herðubreiðarlindum við hraunjaðar norðaustan fjallsins speglast fjalladrottningin fallega á góðviðrisdögum í lindunum. Þessu er reynt að lýsa í tveimur erindum ljóðsins "Kóróna landsins."

 

Í ísaldarfrosti var fjallanna dís /

DSCF5120

fjötruð í jökulsins skalla /

uns Herðubreið þrýsti sér upp gegnum ís, /

öskunni spjó og lét falla. /

Er frerinn var horfinn var frægð hennar vís, /

svo frábær er sköpunin snjalla. /

Dýrleg á sléttunni draumfögur rís /

drottning íslenskra fjalla.

 

Að sjá slíkan tind /

speglast í lind /

og blómskrúðið bjart /

við brunahraun svart!

 

Ég er að klára vorferðir á tvö svæði, sem ég vil þyrma og varðveita ósnortin, Þótt þegar sé búið að vinna mikil spjöll á þeim báðum. 

Annars stækkun Kelduárlóns sem verður gersamlega óþörf, enda lónið óþarft. 

Hins vegar að bjarga heimsundrinu Leirhjúki-Gjástykki.

Jakob Björnsson orðaði draumsýn sína um virkjanir á gervallri orku landsins þannig, að óþarfi væri að láta neina á eða hver óhreyfðan, því að menn gætu verið ánægðir með að fjöllin yrðu áfram hin sömu, Bláfjall, Búrfell og Herðubreið, þótt Skjálfandafljóti yrði veitt í Kráká og Laxá, Laxárdal sökkt og nú síðast öll hverasvæðin færð í búning Heillisheiðarvirkjnar, 6-7 að tölu. 

Mikið eigum við nú ótrúlegum rausnarskap og örlæti virkjanafíklanna að þakka að þeir skuli lofa okkur að halda Herðubreið ósnortinni ! 

ara verið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Mikið erum við íslendigar heppnir að eiga svona mann eins og þig, Ómar. Þú hefur unnið og ert að vinna ómetanlegt starf.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 09:12

2 identicon

Tek undir með síðasta ræðumanni.

Magnús Erlingsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:40

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 15.5.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband