Ekki í fyrsta sinn.

Þegar kreppti að 1930 var gripið til gjaldeyrishafta, tollmúra og innflutningsgjalda. Þegar ástandið 1929 er borið saman við árin sem á eftir fylgdu, má sjá, að það sem átti að verða tímabundið ástand varaði í minnst 40 ár, eða allt þar til íslendingar gengu í EFTA.

Því miður er það oft svo í efnum sem þessum að það sem á að verða bráðabirgðaúrræði verður miklu langlífara ástand en nokkurn óraði fyrir. Þótt nú sé dimmt framundn verður ástandið núna ekki vonandi ekki eins langlíft og það sem tók völdin upp úr 1930.


mbl.is Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Ómar

Erum við einu bjartsýnu mennirnir á Íslandi í dag?

Þú ert að lýsa ástandinu í kjölfar heimskreppunnar miklu alveg hárrétt. Ein aðalástæðan fyrir því hversu lengi ástandið varði voru rangar ákvarðanir í kjölfar kreppunnar. Stjórnmálamenn fóru úr einum öfgum í aðrar. Úr algjöru reglu- og eftirlitsleysi urðu of flóknar og heftandi regluverk, tollamúrar, gjaldeyrishöft, skömmtun á varningi o.s.frv. Við þetta lifðum við Íslendingar lengur en allar aðrar vestrænar þjóðir. Það var ekki fyrr en með afnámi þessara hafta að við tók tímabil hagvaxtar og bættra lífskjara.

Engin vestræn þjóð er jafnháð viðskiptum við útlönd og við og því er mikilvægt að við gerum ekki sömu mistökin og gerð voru í kjölfar kreppunnar. Enn mikilvægara er að aðrar þjóðir taki ekki upp verndarstefnu, sem myndi bitna mjög illa á okkar útflutningi. Innganga í ESB myndi tryggja enn betri aðgang að mörkuðum ESB og þannig verða okkur til hjálpar við núverandi ástand.

Það kann að hljóma kjánalega, en um leið og við bætum regluverkið með fjármálastofnunum og eflum eftirlitið, verðum við að passa okkur á að lögin hefti ekki viðskiptaumhverfið um of og að eftirlitið virki en virki ekki lamandi! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekkert er eins langvarandi og bradabirgdarskattar.

Villi Asgeirsson, 15.7.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband