Breytt nafn vegna hættu á einelti.

Ekkert er nýtt undir sólinni samanber einelti gegn rauðhærðum þessa dagana.

Ég kannast við þetta. Þegar ég fæddist kom það öllum í opna skjöldu að ég var eldrauðhærður. 

Hvorki foreldrar mínir né forfeður og formæður voru með þennan háralit, en þó fannst rautt hár í báðum ættum.

Ég var fyrsta barn foreldra á táningsaldri og átti að skíra mig í höfuðið á móðurömmu og afa, sem hétu Ólöf Runólfsdóttir og Þorfinnur Guðbrandsson, - átti að heita Ólafur Þorfinnur Ragnarsson. 

En foreldrar mínir óttuðust að ég fengi viðurnefnið "rauði" og yrði kallaður Óli rauði til aðgreiningar frá öðrum með því algenga nafni. Það gæti aukið hættuna á einelti.

Þau gripu því til þess ráðs að nefna mig Ómar. Það nafn var svo sjaldgæft á þeim tíma að það var ekki fyrr en við Ómar Konráðsson urðum fullorðnir að nafnið sást í símaskránni.

Nafnið var það sjaldgæft að aldrei þurfti að bæta viðurnefninu "rauði" við það og ég varð aldrei fyrir einelti vegna háralitsins.

Mér var fyrstu árin að vísu nokkur ami að því á stundum að heita svona sjaldgæfu nafni og fá viðbrögð við því þegar ég var spurður nafni og fólk hváði: "Hvað, heitirðu Ómar? Ómar Kayam? Ómar Bradley?

Ómar Bradley var einn af helstu hershöfðingum Bandaríkjamanna og var sífellt í fréttinum þegar ég var 4-5 ára.

Eftir því sem árin hafa liðið hef ég orðið foreldrum mínum æ þakklátari fyrir nafngjöfina.  


mbl.is Einelti gegn rauðhærðum í tilefni dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rauðhærðir hafa ætíð mátt þola einelti og sjaldan hefur verið gripið inn í.  Þetta hefur þó sjatnað með árunnum en þar sem nú er kominn upp "kick a ginger day" hefur fólk enn á ný gilda ástæðu til að misþyrma rauðhærðum

 Það er þegar búið að taka á svörtu fólki og gyðingum auk fjölmargra annarra.  Kannski núna sé loks komin röðin að okkur.

Þrumi (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 03:32

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar.

Ég hef alla tíð laðast að rauðhærðu fólki og rauðhærðar konur eiga það til að gera mig alveg dýrvitlausan!

Ég hef því aldrei skilið þessa fordóma fólks og vona að þetta líði hjá sem fyrst.

Kveðja frá Thailandi (þar sem enginn er rauðhærður), Sigurjón

Sigurjón, 21.11.2009 kl. 06:32

3 identicon

Heill og sæll Ómar! 

Mig minnir endilega að þú og nafnið þitt hafið verið tekin sem dæmi um íslensk nöfn sem komast í tísku af því að frægur maður ber það í kennslubók um íslenskt mál eftir Sölva Sveinsson.

Þar hafi kenningin verið sú að eins og þú segir að þá báru það ekki margir þegar þú varst ungur en samhliða því að Ómar Ragnarsson varð nafn sem þekktist á hverju íslensku heimili hafi þeim fjölgað.

Ef þetta var ekki í bókinni eftir Sölva þá hefur kennarinn tekið þetta sem dæmi.

En ég sé það á vefsíðu hagstofunnar að nú eru 576 menn sem bera Ómar sem fyrsta eiginnafn - http://hagstofa.is/Pages/21

Bestu kveðjur!

Stefán Þór Helgason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband