Bjargað í horn / aukaspyrna.

Síðasta samþykktin á Kaupmannahafnarráðstefnunni þýðir það sama og þegar knattspyrnulið getur forðast að fá á sig mark með því að bjarga í horn á síðustu stundu eða að brýtur á andstæðingi rétt utan við vítateig og stöðvar sóknina um stund en fær á sig hættulega aukaspyrnu.  

Í slíkum tilfellum heldur andstæðingurinn boltanum og fær tækifæri til að stilla upp fyrir svokallað "fast leikatriði" sem mörk eru oft skoruð úr. Leiknum er að vísu ekki lokið en hættan á tapi hefur lítið minnkað.  


mbl.is Niðurstaða í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Umhverfisráðherra var búin að lýsa yfir tapi fyrir leikslok, sama hvernig leikurinn færi: Ísland nyti ekki sérstöðu sinnar, missir ákvæðið og við skuldbindum okkur einhliða til lækkunnar. Hvílík samningatækni!

Ívar Pálsson, 19.12.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Helstu atriði lokadagsins ásamt yfirliti yfir Kaupmannahafnayfirlýsinguna má finna á Loftslag.is.

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, þetta hljómar svona svipað og efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, þ.e. líst er yfir markmiði, þ.e. 2°C sbr. Ísland standi undir öllum greiðslum - en, algerlega er á huldu í báðum tilvikum hvernig þeim yfirlístu markmiðum verður náð.

Í báðum tilvikum, virðist fullljóst að nær útilokað sé, að yfirlístu markmiði verði náð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.12.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband