Undarlegur seinagangur.

Þótt nú hafi verið brugðist við hinu undarlega sleifarlagi, sem ríkti í því að kyrrsetja Boeing Max flugvélar Alaska airlines hið snarasta eftir að hluti gólfs hennar féll útbyrðis, er málið enn þannig að varla er hægt að nota annað orð en ófremdarástand ríki í þessu fáheyrða máli.  


mbl.is Leita að hlutanum úr skrokki flugvélarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu slysin í sögu áætlunarflugs á þotum urðu út af sprungum við glugga.

Upp úr 1950 fóru fyrstu stóru þoturnar að fljúga í áætlunarflugi og þessar þotur, af De Havilland Comet-gerð skópu Bretum nokkurra ára forskot í þotuflugi og þotusmíði. 

En þegar Comet þotur fórust hver af annarri með því að tætast sundur þegar þær voru að komast í farflugshæ, var framleiðslu þeirra hætt, og í hönd fór tímamótarannsókn á leifum einnar þeirra, sem leysti gátuna:  Gluggarnir voru ferkantaðir og nokkuð stórir. 

Vegna þrýstingsbreytinga þegar vélarnar náðu farflughæð, komst svonefnd málmþreyta að í gluggarömmunum, sem að lokum gáfu sig og sprengdu skrokkinn út frá sér. 

Lausnin fólst í að styrkja gluggana og gera þá minni og ávalari. En þessi slys urðu til þess að Bandaríkjamenn náðu forystunni í smíði farþegaþotna með fyrstu Boeingþotunni, sem enn í dag er með sama þversniði skrokksins og Boeing mjóþoturnar í dag. 

Ef hið furðulega atvik á Boeing Max þotu núna hefur gerst í aðeiðns 16 þúsund feta hæð, má furðu gegna að þotunum sé ekki bannað að fljúga hærra meðan verið er að rannsaka þetta stórfurðulega mál. 


mbl.is Nauðlenti eftir að gat kom á farþegarými vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldvirknin hefur farið sínu fram, og gerir það nú og framvegis.

Fyrir um aldarfjórðungi var Axel Bjðrnssyni jarðeðlisfræðingi falið að gera tillögur um hugsanlegar varnaraðgerðir gegn hugsanlegum umbrotum á Reykjansskaga.  

Axel hóf starfið á því að skipta svæðinu í tvennt, annars vegar sunnan Hafnarfjarðar og hins vegar norðan. 

Hann skilaði bráðabirgðaáliti og fékk þau svör, að byrjað yrði á vinnu við suðursvæðið en norðursvæðiðið yrði látið bíöa, vegna þass að þar væri miklu meira af mannvirkjum og fólki en á suðursvæðinu!  

Dæmigert fyrir stjórnmálamenn, að víkja verkefninu sem lengst frá sér, og því lengra sem hægt er að víkja viðfangsefninu, því betra.  

Þegar skoðuð er eldvirkni á línunni frá Ögmundarhrauni og norður undir Óbrinnishóla sunnan Kaldársels, sést að hún hefur komið fram í eldgosum og hraunstraumum úr mörgum gígum á um hundrað kílómetra löngu svæði og meðal annars runnið til sjávar við Straumsvík og Vellina í Hafnarfirði. 

Þegar jarðvísindamenn benda á þetta núna fá þeir skömm í hattinn hjá stjórnmálamönnum, sem sýnir að framsýnin hefur ekkert skánað síðasta aldarfjórðunginn. 


mbl.is Engir varnargarðar ráðgerðir um Hafnarfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinar nýju gosaldir?

Eftir um það bil átta kyrrstððualdir eldsumbrota á Reykjanesskaga og fyrstu þrjú ár nýs umbrotatímabils var giskað á það hér á síðunni fyrir tveimur árum, að nýtt og hugsanlega margra alda tímabil umbrota væri að hefjast, sem allt eins gæti á endanum breitt sig út um allan skagann, allt frá Reykjanestá og norðaustur til Hengilsvæðisins. 

Tilgáta um slíkt tímabil sem ekki væri einskorðað við Svartsengi sýnist alls ekki ólíklegri en hvað annað. 


mbl.is Gætu verið ótengdir Svartsengi: Gosreinar að vakna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rót hjá frændþjóðum vegna þjóðhöfðingjaskipta.

Avörp þjóðhöfðingja Íslendinga og Dana koma af stað ákveðnu róti um sinn. Margrét Danadrottning tekur skynsamlegt skref í óhjákvæðilegum kynslóðaskiptumm, en hér á landi munu margir, sem áður hafa orðið hugsi í aðdraganda forsetakosninga, sennilega velta eitthvað vöngum upp á nýtt, jafnvel á annan tug manna. 

Enginn veit hve stór þessir hópur hugsanlegra vonbiðla verður né hve miklu róti tilkoma þeirra á eftir að valda. 

Núverandi forseti okkar hefur verið farsæll í starfi og kannski hefði verið betra að hann sæti þriðja kjörtímabil sitt. 


mbl.is Danir í áfalli eftir ávarp drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband